Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 32
Bjarn Nargaard: Allegórísk vera
(1983-85).
Ég ætlaöi einmitt aö fara aö segja þaö,
þegar fólk talar um Munch detturþví í
hug brúnir litir, en í raun og veru
notaöi hann mjög hreina og skæra liti.
Það er þessi viðkvæmnistilfinning,
þegar meira er litiö á listina frá
tilfinningunni en hugsuninni, en ég
held að þetta verði að haldast í
hendur, djúp tilfinning fyrir lífinu og að
hugsa tært og skarpt og draga eigin
ályktanir. Góð list er alltaf yfirlýsing
listamannsins, hrein og djúp hugsun.
En hrein og klár hugsun liggur ekki
alltaf í augum uppi og mér finnst þaö
þurfi aö fara mjög varfærnislega í aö
gefa yfirlýsingar um aö þessi eöa hinn
listamaöurínn hafi ekkert aó segja,
þetta er oft áberandi í Norrænni list,
en þá sér maöur hversu sannur lista-
maöurínn er á innihaldinu og vinnu-
brögöunum frekar en maöur skilji allt til
fullnustu.
Það er hið norræna þjóðfélag, það er
svo íhaldssamt. Ef þú segir þeim
raunverulega meiningu þína reka þeir
upp ramakvein og kvarta sáran undan
þér. Sveitaþjóðfélag er þögult, það er
ekki vant beittum umræöum, og það
hefur meiri þörf fyrir skreytingar en
skarpar heimspekilegar umræður. í
Berlín er leiðandi hópur vísinda-
manna og annarra sem eru vanir
mjög hörðurn umræðum og verða að
standa eða falla með hugmyndum
sínum, þeir geta þurft á annars konar
list að halda en bóndinn, hann þarf list
sem gefur honum tilfinningu fyrir
fegurð og frítíma og hvíld.
Þú vinnur mikiö meö myndlist
Siguröar Guömundssonar og ég veit
aö þú ert hrifin af henni. Þaö sem er
best í list hans er einhver Ijóörænn
þráöur, þaö er ég aö tala um þegar ég
segi aö ekki séu gefnar hreinar
yfirlýsingar, eins og t.d hjá Berlínar-
listamönnunum. Norræn list viröist
mjög oft vera Ijóöræn.
Ég skýrði það ekki út á þennan hátt,
þetta á meira við um Sigga, hann er
meira Ijóðskáld með mikið af
viðkvæmum tilfinningum, en samt
gefur hann klárt umhverfi og form í
skúlptúrum sínum og myndum, en
það eru aðrir Skandinavískir lista-
menn sem gefa klárar yfirlýsingar, og
ég get nefnt sem dæmi Torben
Ebbesen, hans list er mjög hnitmiðuö
og hrein í notkun efna og hluta og það
er kannski þess vegna sem hann er
aldrei valinn á þessar Skandinavísku
sýningar, svo sem Scandinavian art
today, Borealis, Norðanað og svo
framvegis. Þess vegna er hann hafður
útundan hjá stjórnendum, vegna þess
að hann fellur ef til vill ekki
nákvæmlega inn í hugmyndafræðina.
Það er afleitt að taka út listamenn sem
falla ekki undir þaö sem kallað er
Skandinavísk list ef þeir eru góðir
listamenn..
Er Torben Ebbesen einn af þeim fáu
sem vinna svona, eöa hafa Danir ef til
vill meira af Miö-Evrópuheföinni?
Þeir taka auðvitað Bjom Norregárd
sem fellur vel inn í Norrænu myndina.
Hann er kannski meira í ætt viö hina
Ijóörænu öldu en yfirlýsingastefnuna
sem viö minntumst á og PerKirkeby?
Ég held að þú getir samt fundiö
sambærilega listamenn í Þýskalandi
og Frakklandi. Þessi Ijóðræni póll...
Hvað er Ijóð eða Ijóðskáld... var það
sá sem hugsaði rökrétt og nákvæmt?
Benys var talksvert mikið Norrænn,
hann bjó í Dusseldorf, var Þjóðverji og
Per Kirkeby: Ingemann (1983)
tók þátt í seinni heimsstyrjöldinni sem
margir Skandinavar gerðu ekki. Samt j
var hann mjög Norrænn í tilfinningu
og hugsun: Þeir hefðu sennilega valið
hann á þessar Skandinavísku sam-
sýningar.
Þegar ég tala um landamærí listarþá
er þaó ekki beint skoöun mín, og mér
leiöist persónulega þaö umtal, en
þetta er bara leit aö niöurstööu á
hlutum sem eru ræddir. Þaö er
auövitaö ágætt aö list hafi þjóöleg
einkenni, en þaö ætti ekki aö líta á
hana fyrst sem slíka, aöalatriöiö hlýtur
aó vera aö skoöa góöa list.
Ég held að það sé mjög gott að þið
íslendingar skuliö sjá um ykkar
íslensku listamenn eins og t.d. •
Kjarval, en ekki velta því svo mikið
fyrir ykkur hvort hann vekji áhuga hjá
Þjóðverjum eða öðrum. Hann er hluti
af ykkar sögu og þess vegna er hann
ykkar. Ykkar listamenn hafa gert list
sína fyrir ykkur og þið verðið að hugsa
um hana. Þegar ég kem til íslands og
sé Kjarval, verð ég að hugsa um hann
ígegnumykkurogykkarsögu. Égfæ
fljótlega mjög góða tilfinningu fyrir
30