Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 57

Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 57
og allt annað sem menn kunna hver í sínu lagi, og að sú grein sé ekki til sem hann kunni ekki betri skil á en nokkur annar, þá verður að svara manninum því til að hann sé ein- feldningur og svo virðist sem hann hafi látið blekkjast af einhverjum sjónhverfingamanni og eftirhermu, sem honum sýnist vera alvitur vegna þess að hann er sjálfur ófær um greina á milli þekkingar, vanþekkingar og hermilistar.“ „Þetta er hverju orði sannara," sagði hann. „Þvínæst ber okkur að líta á harm- leikjaskáldin og leiðtoga þeirra Hómer, enda má heyra á sumum að þessir menn kunni skil á öllum listum og öllu sem viðvíkur dygöum og löstum í mannheimi og hinu guðlega líka. Því nauðsynlegt er að hið góða skáld sem ætlar að yrkja vel um yrkisefni sín yrki af þekkingu eða sé ella ófært um að yrkja um þau. Því ber okkur að athuga hvort þeir sem halda þessu fram hafi hitt eftir- - hermurnar og látiö blekkjast, ekki tekið eftir því þegar þeir litu [599 A] verk þeirra að þau eru þremur þrepum frá veruleikanum og aö hægöarleikur er að búa þau til fyrir þann sem þekkir ekki sannleikann: þau búa nefnilega til skuggamyndir, ekki verurnar sjálfar. Eða er eitthvað til í þessu hjá þeim og hafa góöu skáldin í raun og veru vit á því sem almenningi finnst þau orða svo vel?“ „Úr því verðum við svo sannarlega að fá skorið," sagði hann. „Heldurðu nú, að maöur sem gæti búiö til hvort tveggja, það sem líkt er eftir og skugga þess, myndi leyfa sér að gefa sig að skuggasköpuninni í fyllstu alvöru og setja hana á oddinn í lífi sínu eins og hún væri það besta sem hann ætti til?“ „Nei, ég held ekki.“ „Heldur, býst ég við, ef hann kynni að sönnu skil á því sem hann er að líkja eftir gæfi hann sig miklu fremur að verkunum en að eftirlíkingunum, og * reyndi að skilja eftir sig mörg og fögur verk til minningar um sig og að vera Platón borinn lofi fremur en að bera lof.“ „Ég býst við því,“ sagði hann, „því hér er ólíkum heiðri og blessun saman að jafna." „Við skulum nú ekkert vera að krefjast þess af Hómer eða hinum skáldunum að þau standi fyrir máli sínu um allt sem þau segja. Þannig gætum við spurt hvort eitthvert þeirra hafi verið læknir fremur en bara einhver maður sem hermir eftir máli lækna, eða hverja eitthvert skáld að fornu eða nýju sé talið hafa læknað eins og Asklepíos, eða hvaða kunnáttu- mönnum í læknislist það hafi skilað svo sem hann skilaði sonum sínum; né spyrjum við heldur um aörar listir oglátumþásleppameðþetta. Enum mikilvægustu og göfugustu efnin sem Hómer reynir aö fjalla um - styrjaldir, herstjórn, ríkisbúskap og menntun - er ugglaust sanngjarnt að spyrja hann sem svo: Hómer minn kær, sértu nú ekki þremur þrepum frá sannleikan- um hvaö dygðinni viðvíkur, skugga- smiður sem við höfum kallaö eftir- hermu, heldur annar í röð og fær um að bera kennsl á það athæfi sem gerir mennina betri eða verri bæöi í einkalífi og opinberu, segðu okkur þá hvaða borgríki fékk stjórnarbót fyrir þinn at- beina, eins og Lakedaímon fékk fyrir atbeina Lýkourgosar og mörg önnur ríki stór og smá fengu fyrir atbeina margra annarra. Hvaða ríki tilnefnir þig sem sinn góöa löggjafa og vel- gjöröamann? Ítalía og Sikiley nefna til Karondas, og við Sólon. En hver nefnir þig? Geturöu bent á nokkurn?" „Ég held ekki,“ svaraði Glákon. „Fylgj- endur Hómers geta jafnvel ekki um neitt.“ „En er minnst á nokkra styrjöld frá tíð Hómers [600 A] sem var vel rekin af honum sjálfum eða með hans ráðurn?" „Enga.“ „En er getið þvílíkra verka sem hæfa vitrum manni, margra uppfinninga og tækja í þágu listanna eða einhverra annarra afreka eins og getið er um í sambandi við Þales frá Míletosi og Anakarsios frá Skýþíu?,, „Nei, þaðfinnst alls ekkert af því tagi.“ „En hafi Hómer nú ekkert gert í þágu almennings, fer þá einhverjum sögum af því að hann hafi á eigin vegum annast menntun vissra manna í lifanda lífi, sem elskuöu hann vegna samneytis síns við hann og gáfu síðari kynslóðum eitthvert Hómerskt líferni eins og Pýþagóras, sem var bæði mjög elskaður sjálfur af þessum ástæöum og átti lærisveina sem ennþá kenna við nafn Pýþagórasar líferni sem veldur því að þeir sýnast bera af öðrum mönnum?“ „Nei, sem fyrr fer engum sögum af þvílíku," sagði hann. „Kannski kæmi í Ijós, Sókrates, að menntun hans Kreófýlosar, hafi verið enn spaugilegri en nafniö sem hann ber, ef satt er sem sagt er um Hómer. Því hann er sagður hafa verið mjög vanræktur í lifanda lífi af þessum manni." „Svo er raunar sagt,“ sagði ég. „En heldurðu, Glákon, ef Hómer hefði í raun verið fær um að mennta fólk og gera þaö betra, enda verið maður til að fást við þessi ef ni af þekkingu í stað þess að herma eftir þeim, hefði hann þá ekki eignast marga fylgismenn sem virtu hann og elskuöu? Hann Prótagóras frá Abdeiru og Pródikos 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.