Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 51
síst af öllu kvenmann, en Álfdís hló
meó sjálfri sér að ævintýrinu - þar til
hálfum mánuði síðar þegar rauöa
sprænan lét á sér standa. En fljótlega
fann Álfdís að ekki þroskaðist bara
barn Ólafs í maga hennar heldurgréri
og ást til hans um sig í hjarta hennar.
Og Álfdís var ákveðin ung kona sem
vissi hvað hún vildi og því dró hún
Ólaf upp að altarinu þrátt fyrir heldur
óheppilegt ætterni hans fyrir dóttur
eins umsvifamesta heildsala lands-
ins.
Árin liðu og Ólafur varð hamingju-
samur maður. Hann tók metorðastiga
fyrirtækisins í einu stökki, eignaðist
stórt hús, fallegan sumarbústað og
góðan bíl. En umfram allt átti hann tvö
börn og indæla konu. Lífið lék í lyndi
allt þar til skömmu eftir sjö ára brúð-
kaupsafmælið er Ólafur varð þess
áskynja að Álfdís varð æ fáskiptari í
hans garð. Og dag einn sagðist Álfdís
vera búin að missa áhuga á hjóna-
bandi þeirra. Næstu daga trúði Ólafur
því statt og stöðugt að allt kæmist í
samt lag en þá kom reiðarslagið -
Álfdís fór fram á skilnað. Ólafur skildi
ekki hvað hafði farið úrskeiðis. Hann
reikaði um borgina klukkustundum
saman frávita af örvilnan. Allt var búið.
Lífið yrði ómögulegt. Hann mundi
missa konu sína og bæði börnin,
stöðuna hjá fyrirtækinu, einbýlishúsið,
sumarbústaðinn og nýja bílinn. Allt
var búið og Ólafur tók stefnuna á
höfnina ákveðinn að fyrirfara sér.
Hann gekk rakleiðis fram á bryggju-
sporðinn, hallaði sér fram, taldi í sig
kjark, hikaði örlítið, brynnti fáeinum
rnúsum, vó salt milli þessa heims og
annars, rétti úr sér en hallaði sér svo
aftur f ram og var í þann veginn að fara
fram af er hann heyrði undarlegt hljóð
ekki ólíkt dúfnakurri. Ólafur rétti úr sér
°9 leit til hliöar. Skammt frá honum
var eitthvað sem líktist veru, og
hreyfði hún sig líkt og hún vildi að
Ólafur kæmi til sín. Án þess að hugsa
°9 eins og í leiðslu eða í álögum
ókennilegra afla gekk Ólafur að
verunni og sá hvers kyns var. Þetta
var kerling æfagömul. Húð hennar var
grá, hárstrýið tjásulegt, munnvikin
lafandi og augnaráðið sljótt. Og svo
guggin var hún og hrörleg ásýndum
að Ólafi fannst sem aldur hennar væri
ekki innan mannlegra marka heldur
hvarflaði að honum að hún hlyti að
vera jafngömul sveitinni sem hann
ólst upp í. Ólafur varð hvumsa við
þessa sjón og stundi upp úr sér: Hver
ert þú?
Hver er ég, kreisti kerling úr sér. Ég er
heilladís ungra manna. Ég erverndar-
engill þinn. Ég er galdranorn. Já,
galdranorn. Og ég get hjálpað þér.
Segðu mér raunir þínar og ég mun
cjræða sár sálar þinnar.
I fyrstu var Ólafur tregur til að segja
norninni frá högum sínum en með
lagni tókst henni smám saman að
veiða upp úr honum alla söguna. Þá
fór hún að hristast eins og hún hlægi
og sagði að ekki yrði erfitt að bjarga
þessu. Oft hefði hún lent í verri
málum.
Ólafur spurði hvernig hún gæti
bjargaö sér.
Allt getur komist í samt lag á morgun,
stundi nornin.
En kerling vill fá eitthvað fyrir snúð
sinn, bætti hún við. Ef þú sefur hjá
mér í nótt og innir karlmannlega
skyldu þína vel af hendi ferðu heim til
þín í fyrramálið og konan þín tekur á
móti þér og allt verður eins og áður
var.
Ólafur velti fyrir sér tilboði nornar-
innar, lífslöngunin hlaut aö sigra og
hann hvarf með henni inn í hrörlegan
skúr þar skammt frá.
Segir nú ekki meira af samskiptum
þeirra, þar til Ólafur rumskar næsta
morgun. í svefnrofunum minntist
Ólafur fjölskyldu sinnar. Hann sá
fagra konu sína, börnin, einbýlishúsið,
bílinn, sumarbústaðinn og forstjóra-
stólinn og hann brosti og um hann fór
vellíðunartilfinning sem fljótt breyttist í
andstyggð á eigin líkama. Hann hafði
selt líkama sinn á mjög svo ógeð-
felldan máta. Allt fór að hringsnúast
fyrir Ólafi. Sumarbústaður hans á
fögrum sumardegi fékk rotnunarþef
þann sem var inni í skúrnum, frygðar-
stunur nornarinnar blönduðust dillandi
hlátri Álfdísar, mjúk leðursætin í nýja
bílnum fengu áferð hreistrugs holds
nornarinnar og viðbjóðsleg brjóst
hennar sem löfðu niður eins og
nælonsokkar, voru komin á augna-
yndi hans, dótturina sem var lifandi
eftirmynd Álfdísar.
En í huga Ólafs var þó engin eftirsjá
því nú beið hans hamingjusamt líf og
auðvitað var ein hræðileg nótt ekki
hátt kaupverð fyrir það. Ólafur skalf af
andstyggö um leið og hann Ijómaði af
ánægju. Aldrei hafði hann órað fyrir
því að í einu sálartetri gæti svo
innilegur fögnuður hrærst með svo
algjörum viðbjóði.
Ertu vaknaður? Heyrði Ólafur spurt
málmkenndri og bældri röddu eins og
háls spyrjandans væri fylltur ryði.
Ólafur reis upp í rúminu og sá í norn-
ina, nakta og ógeðslega þar sem hún
sat við borð með spegil fyrir framan
sig og málaði sig með viðvaningslegu
handbragði eins og táningsstúlka fyrir
fyrsta stefnumót sitt. Hann svaraði
henni ekki heldur settist á rúmbríkina
og fór að tína á sig spjarirnar.
Hvað ertu gamall? kumraði í norninni.
Ólafur svaraði ekki, en hélt áfram að
klæða sig.
Hvað ertu gamall? kumraði aftur í
nominni.
Ólafur stóð upp fullklæddur og
svaraði: 35 ára.
Skrokkur nornarinnar fór að hristast
en Ólafur gekk að hurðinni í skúrnum
og leit við áður en hann gekk út.
35 ára skríkti nornin og hristist svo
mikið að furða var að þessi hrörlegi
skrokkur héldist saman í svo miklum
hristingi. 35 ár skríkti nornin aftur.
Þú ert 35 ára. Og þú trúir ennþá á
galdranornir.
49