Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 27
um föngum, heldur koma meira að
segja kurteislega fram við þá. Þannig
er það, að til þess að brjóta ekki í bága
við hefðir í rómönsku Ameríku bjóðum
við þeim að verða pyntarar, svo þeir
pynti skortinn á ímyndunarafli, án
meðaumkunar. Þessar viömiðunar-
reglur voru lagðar fram á fundi, og við
bættum annarri við: að ólund skyldi
skotin niðurán minnstu vorkunnsemi,
og að hörund fanganna skuli með-
höndlað af meiri tillitssemi en eigið
hörund.
Ég talaði einu sinni um þetta við Fidel
Castro og útlistaði sjónarmiö mitt og
hann var mér sammála. Það yrðu
ófyrirgefanleg mistök ef lögregla bylt-
ingarinnar færi að pynta fólk. Eina
leiðin til þess að vera hæfur og
afkastamikill í þessu starfi er að hafna
allri líkamlegri misnotkun. Virðing fyrir
heilindum sérhverrar mannlegrar veai
er helg og hana má ekki fótum troða.
Og hvaö þetta snertir höfum við verið
kröfuhörð, en það er þess vegna sem
öryggissveitir okkar hafa vegið upp á
móti samsærisaðgerðum gagnbylt-
ingarsinna í Nicaragua.
Innan ráðuneytisins hugum við eink-
um að tveimur meginmálum: þróun
flokksins, og í tengslum við það og
með sama mikilvægi, menningarlegri
þróun allra sem starfa í ráðuneytinu.
Ég held ekki að við í Nicaragua séum
ein um þetta, því mér skilst að Ijóð séu
einnig ort á lögreglustöðvum og í
herdeildum á Kúbu.
Sagt er aó raunsæisstefna sé fyrir-
mynd byltingarlistar. En þaö er iíka til
töfraraunsæi, ótrúlegur veruleiki,
sérstaklega í okkar löndum. Mig
langar til að fara út íþetta efni.
Marx mat raunsæisstefnu Balzacs
nriikils og raunsæisstefnu almennt,
alveg eins og hann var hrifinn af grísk-
rómverskum höggmyndum. En hann
sagði ekki að raunsæisstefnan væri
eina tjáningarform fagurfræðinnar
sem mark væri á takandi. Ef Marx
heföi sagt það, hefði hann án efa ekki
lengur verið marxisti. Ég trúi því
einarðlega að það sé ekki hægt að
skapa eitthvað einlitt, eða sagt
ööruvísi, það er ekki hægt að skapa
eitthvað sem er bara rautt. Það mundi
vera gegndarlaus árás á listina.
í kapítalismanum situr gróðinn um
listina. Það er ekki rétt að sleppa
fagurfræðinni vegna hungurs, eða
sleppa henni fyrir áhrif slagorða
dagsins. Það er sjálfur veruleikinn
sem ákvarðar umgjörðina, efnið og
persónuleika listamannsins. Auðvitað
verður félagsleg heildarsýn lista-
mannsins ekki aðskilin frá arfleifð
hans eða menningu. Menn geta ekki
og ættu ekki að skilja listsköpun frá
stéttabaráttunni, en það er glæpur að
láta hana þjóna listamiðlurum og
skriffinnum.
Marx sagði að þaö væri skylda okkar
sem byltingarsinna að breyta heim-
inum. Til að breyta heiminum verð-
urðu að þekkja hann og elska eins og
konuna sem þú rækir ást þína við. Þú
verður að þekkja lögmál hans, sér-
kenni og gang.
Ég hugsa að sósíalíska raunsæis-
stefnan hafi verið nauðsynleg, alveg
eins og symbolismi og surrealismi
voru nauösynlegarstefnur í öðru sam-
hengi. Það verður aðtaka með í reikn-
inginn að sovéska byltingin var eina
öreigabyltingin í heiminum. Árum
saman stóð hún ein og ótrúlegir erfiö-
leikar voru á hana lagðir til að lifa af.
Hún var umkringd óvinum, hungur
ríkti og hin mesta fátækt. Hún neydd-
ist til að vera djarfhuga og tortryggin. í
fullri einlægni held ég að sósíalíska
raunsæisstefnan hafi verið nauðsyn-
leg, þótt hún sé það ekki núna, og á
sama tíma er hún það. Hún lagði til
mikilvæga aöstoð við að draga fram
svipmót óvinar sem gat haft hamskipti
og dulist í skugganum.
Þjóðir rómönsku Ameríku eiga sína
miklu listamenn. Það eru þessar þjóðir
sem leita meö logandi Ijósi að listinni
sem þær vantar, sem þær þarf nast og
krefjast.
Auk töfraraunsæis held ég að hægt
sé að tala um sögulega raunsæis-
stefnu í rómönsku Ameríku. Þaó á við
um Galeano og aðra höfunda: sögur
og töfrar; Ijóð, saga og skáldskapur, úr
brennandi efniviói. Mig langar til aó
minnast á þetta að lokum.
Þegar við ritum í alvöru sögu róm-
önsku Ameríku held ég að við verðum
orðin nógu sterk til að bjarga týndum
tígrisdýrum og ríkidæmi. Ég sting upp
á Eduardo Galeano sem sagn-
fræðingi rómönsku Ameríku, af því að
saga okkar hefur ekki enn verið rituð
og Galeano er besti skrásetjarinn.
Fyrir skömmu hófumst við handa viö
að skrifa söguna, ekki á hefðbundinn
hátt, heldur sem lifandi verur draga
andann og svitna. Ég skal segja þér
að Hundrað ára einsemd eftir García
Marquéz er bara einn kafli í henni, því
saga þessa heimshluta er saga
einsemdar, allt frá því er nýlendu-
herrar stigu hér á land. Hún hætti að
vera saga einsemdar 1. janúar 1959
með sigri kúbönsku byltingarinnar.
Skýringar
Carlos Mejía Godoy (1943-) er vinsæll
tónlistarmaður (Nicaragua.
Ernesto Cardenal (1925-) er kaþólskur
prestur og Ijóðskáld í Nicaragua, sem
stendur einnig menningarmálaráðherra
ríkisins.
Antonio Maceo (1845-96) var í forystu
Kúbana í upphafi frelsisstríðsins gegn
Spáni 1895-98. Gustavo Adolfo Bécquer
(1836-70) var spænskur rithöfundur og
skáld.
Sergio Ramirez (1942-) er rithöfundur og
varaforseti Nicaragua. Hann skrifaði sögu
þjóðfrelsishetju Nicaragua, Sandinos,
undir heitinu Drengurinn frá Niquinohomo.
Omar Cabezas (1950-) er rithöfundur og
hefur gegnt ýmsum ábyrgöarstööum fyrir
ríkisstjórn Sandinista. Hann er höfundur
bókarinnar Fjöllin eru meira en risavaxin
græn steppa.
José Coronel Urtecho (1906-) er
nicaraguanskur rithöfundur og skáld.
Lizandro Chavez Alfaro (1929-) er
nicaraguanskur r'rthöfundur.
Julio Valle Castillo (1952-) er
nicaraguanskt skáld.
Fernando Silva Espinosa (1927-) er
skáld, rithöfundur og barnalæknir (
Nicaragua.
Pablo Antonio Cuadra (1912-) er skáld,
rithöfundur og leikritahöfundur (
Nicaragua.
Eduardo Galeano (1920-) er rithöfundur
frá Uruguay. Hann er höfundur bókarinnar
Opnar æöar rómönsku Ameríku.
25