Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 18

Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 18
HUGMYNDIR í STEINSTEYPU RÆTT VIÐ ÍVAR VALGARÐSSON ívar Valgarðsson hefur á undan- förnum tíu árum haldiö þó nokkrar einkasýningar, þær helstu í Ásmund- arsal 1980, Nýlistasafninu 1983 og tvívegis að Kjarvalsstöðum 1984 og 1987, einnig hefur hann tekiö þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Einkum hafa steinsteypuverk ívars vakið athygli. Þessar sýningar hafa ekki farið hátt enda list Ivars hljóðlát. Það var því kominn tími til að fara að ræða við ívar um feril hans og list. Viömælendur hans voru þeir Eggert Pétursson og Ingólfur Amarsson. Af hverju steinsteypa? Hún hentar mér mjög vel. Eins og hús eru byggð þá smíðar maður mót, hellir í þaö, slær síðan utan af og verkið er tilbúið. Efniðsem slíkt er líka heillandi. Aö sumu leyti er erfitt að glíma við steinsteypuna, hún er hrá. Þannig að formið þarf aö vera ansi sterkt til þess að hún verði aðlaðandi. Það er líka eitthvað í áferðinni. Ég er ekki enn laus viðhugmyndiraf þvítagisem ég vinn í steinsteypu. Það er eitthvað við það að steinsteypa hugmynd. Landslag? Það eru frekar eldri verkin sem hafa beint með landslag að gera. Viðhorfin til myndefnanna eru mikið að breytast hjá mér núna. En er ekki allt landlag? / gömlum teikningum og skissum staösetur þú oft skúlptúra í landslagi. Þjónar sýningarrýmió svipuöum tilgangi og landslagsumgjöró? Nei, nei, kannski er þetta í einhverjum tengslum við arkítektúr. Eru ekki hús og allt okkar mannlega umhverfi í landslagi, það má vera að þetta sé eitthvað þess háttar. Þegar þú hófst þinn feril þá vannst þú einhvers konar „Land-art“ verk, gönguverk og náttúmupplifun meöal annars. Þetta var allt formraent. Þá heillaði mig meira en annað að setja verk mín í beint samband við landslag. Eins- konar geometrisk náttúruupplifun. Þú notaóir þá Ijósmyndir og varst aö fást skilgreiningar á kerfisbundinn og hlutbundinn hátt í verkum eins og t.d. „Milli fjalls og fjöru“og„Flæöarmál". Ég vil vísa til þess sem ég sagði áðan: þetta voru svona concept, minimal formpælingar. En núna í dag sýnirþú yfirleitt saman verk á gólfi og veggjum. Líturþú þá á sýningarnar sem einhvers konar „innsetningu" (installation) ? Ég hef alltaf gengiöútfrá rýminu þegar ég hef byrjað að velta fyrir mér sýn- ingu, bæði lóörétt og lárétt. Ég hef alltaf rýmið í huga. Ég hef alltaf unnið svona og vinn svona enn þann dag í dag. Það er kannski sérviska í mér, en það getur verið sentímetra spursmál hvernig mynd hangir á vegg gagnvart verki sem er á gólfi. Hefuröu ákveóna tilfinningu í huga þegar þú vinnur sýningu eöa eru verkin fullkomlega sjálfstæó? Ég vil líta á hvert verk sem sjálfstætt verk, en mér finnst afskaplega fallegt að sjá þau saman, þau byggja hvort annað upp og tengjast eins og hlutirnir ættu að gera í umhverfinu. Vissulega breytast tilfinningar manns frá einum tíma til annars. Þegar sýningu er lokið erégtæmdur. Enþegarégbyrjaaftur upp á nýtt, hef ég alltaf óafvitandi hliösjón af því sem ég hef gert áður. Oft er það ekki fyrr en ég er búinn að hengja upp sýninguna að ég sé um hvað hún fjallar. Rétt eins og einhver annar hafi veriö að verki. Stundum segir mér einhver sína skoðun á því og það stenst kannski. En í hverri sýningu ríkir mjög ákveðin tilfinning finnst mér. Sum verkin eru á veggjum, en önnur á gólfi, þú ert líka meö málverk. Hafa málverkin þróast án tengsla vió skúlptúrana á undanförnum árum? Sjónrænt hefur bilið milli vegg- verkanna og gólfverkanna breikkað. En mér finnst vera tengsl þama á milli eöa spenna. Staðsetningin skapar jafnvel óþægilega spennu milli frí- standandi skúlptúrsins og veggverk- anna. Fyrstu málverkin sem þú sýndir í Nýlistasafninu '83 voru í beinum tengslum við landslag, en nú hefur málverkió tekið aöra stefnu hjá þér. Ég vil gjarnan hafa fyrirvara á að tala J um málverk í heföbundnum skilningi heldur veggverk. Mér finnst ég hafa færst frá sveitinni inní stofu. Ég veit ekki af hverju. Þetta kom í Ijós á síðustu sýningu. Allt í einu var komið píanó inní. Og eitt verkanna sem minnti á glugga var unnið meó bílalakki. Já það var sprautaö með Volks- / wagenlakki á stálplötu. Það er óhætt 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.