Teningur - 01.05.1988, Side 4

Teningur - 01.05.1988, Side 4
TIL LESENDA Teningur Kemur nú út aftur eftir nokkurt hlé og eins og sjá má hafa nokkrar breytingar verið geróar á rit- inu, fyrst og fremst af tæknilegum ástæóum. Hingað til hefur ritið komið út óreglulega en reynslan hefur sýnt aö tvö hefti komast út á ári og er nú hugmyndin aö draga rökrétta ályktun af þessu og koma ritinu út meó reglu- legu millibili tvisvar á ári, vorog haust. Þegar er nokkurt efni fyrirliggjandi, en þær/þeir sem hefóu áhuga á að senda inn efni til birtingar í haustheftinu eru vinsamlegast beðin að gera það fyrir 1. júlí. Þær breytingar hafa oróiö á ritstjórn aó Einar Már Guðmundsson kemur í stað Guömundar Andra Thorssonar, sem hefur tekið við starfi ritstjóra Tímarits Máls og menningar, og er honum hér meö þakkaðframlag sitt til Tenings og óskað velfamaöar á nýjum vettvangi í þessu hefti ber nokkuó á bók- menntum frá Ameríku, bæði Norður og Suður. Ber þar einkum aö nefna Ijóð eftir perúíska skáldiö César Vallejo en kynnt eru tíu Ijóð eftir hann og er þeim fylgt úr hlaði með grein Berglindar Gunnarsdóttur um skáldið. Ennfremur er birt frægt Ijóð eftir nicaraguanska skáldiö Ernesto Cardenal í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar og í tengslum við það viðtal þar sem meöal annars er fjallað um viöhorf sandinistastjórnarinnar til menningarmála. Tvær bandarískar skáldkonur eru einnig kynntar. Friðrika Benónýs þýðir fjögur Ijóð eftir Sylviu Plath, sem hefur lengi verið talin meðal fremstu skálda þar í álfu og Ástráður Eysteinsson skrifar um Louise Erdrich, en hún hefur vakiö nokkra athygli þar vestra og beint sjónum manna að menningu indíána. Frá Bandaríkjunum kemur einnig Mary Guöjónsson, með íslenskt Ijóð sitt um Annan í páskum. Ekki er þar með búið að segja skiliö við Evrópu, því að þangað, og það meira að segja til slóða gamla austurríska keisara- dæmisins, á Peter Handke rætur sínar að rekja, en síðastliðiö haust kom bók hans Barnasaga út í þýðingu nafna hans Gunnarssonar. Handke hefur veriö svo til óþekktur hér á landi og kynnir Pétur Pétur, en hvar er þá Úlfurinn? Skyldi hann vera Sjóni Sands með Ijóðleik sinn, sem er form sem ekki hefur boriö mikið á síöan rómantíska stefnan á Bretlandi var og hét, eða skyldi hann vera Magnúz Gezzon sem skrifar stutta skissu um Morð án tilefnis eða skyldi hann kannski vera Björgúffur Ólafsson sem nappaði nútíma þjóösögu og færði í letur? Nema hann sé Oskar Árni og Sýnir næturvarðarins? í myndlistarefnum er líka sótt á austurrísk mið, því að Hallgrímur Helgason ræðir viö málarann Gerwald Rockenschaub, sem kenndur hefur verið við nýju geometríuna en hún hefur veriö nýjasta stefnan um nokkurt skeið. Einnig ræðir Hallgrímur við John Armleder frá Sviss, en eins og sjá má eiga þeir Rockenschaub sitt af hverju sameiginlegt, annað en að hafa báöir sýnt á íslandi. Af Norrænum vettvangi kemur viðtal Helga Þorgils Friðjónssonar við þýska galleríseigandann Norbert Weber en hann hefur einkum lagt það fyrir sig að sýna list frá Noröurlöndunum og ræðir um viðhorf sitt til listarinnar norðan við listina. Ennfremur ræða Eggert Pétursson og Ingólfur Arnarsson við ívar Valgarösson um hugmyndir hans um listsköpun en þær hefur hann eins og margir íslendingar fest í stein- steypu á undanförnum árum, þótt með nokkuð öðrum hætti sé. Að síðustu er það heimspekin, og þar fá menn aö kynnast viðhorfum Platóns til skáldskapar og fagurra lista í kafla úr tíundu bók Ríkisins í glóðvolgri þýöingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar. En eins og mönnum á að vera kunnugt þóttist Platón þar vera svarinn fjandmaöur skálda og lista- manna og vildi slíkt hyski brottrækt úr fyrirmyndarríki sínu. Er þó leitun að fjölbreytilegri höfundi meðal Forn- grikkja en honum sjálfum. Rétt er að minna áskrifendur á gíró- seðlana. Innheimtufyrirkomulag það sem nú er haft, að áskrifendur greiði aðeins eitt hefti í einu, stafar fyrst og fremst af því að þannig er minnst áhætta tekin í verð-lags-bólgu-bóta- tryggingar-málum eða hvað það nú heitir allt saman. Ennfremur er þá líka hugsanlegt að menn beri óvart saman gíróseölana sem þeir hafa hugsað sér að greiða um næstu mánaðamót og sjái að þegar allt kemur til alls munar þá minnst um þennan. Ritstjórn 2

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.