Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 50

Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 50
NLJTÍMA ÞJÓÐSAGA SKRÁÐ HEFUR BJÖRGÓLFUR ÓLAFSSON Á öldum áöur er þjóöin bjó í dreiföum sveitum landsins var sú dægradvöl helst aó hlýöa á sögur. Og mikil íþrótt þótti að geta sagt góöar sögur. Sagðar voru sögur um flest milli himins og jarðar, um sumt í himnum, um fleira neöan jarðar. Margar lifðu sögurnar í sveitunum mann fram af manni, öld eftir öld, nýjar mynduðust en aðrar gleymdust. Sögurnar breyttust og öðluðust nýtt líf í hvert sinn sem þær voru sagðar, allt þar til spakir menn komust að því að fólkið beiö þess með óþreyju að geta flust til borga og þeir héldu að í borgum gætu sögur ekki lifað og þeir óttuðust að þar gleymdust þær. Og því ferðuðust þeir um landið þvert og endilangt og söfnuðu sögunum saman, kölluðu þjóðsögur og lokuðu þær inni í bókum. Og þjóðin tók ánægð við bókunum og stakk þeim upp í hillu. En að halda að þar með hverfi þjóðsagan væri mikil fákænska. Því á meðan þjóðin lifir, grætur og hlær, eygir glæsta drauma og sýtir brostnar vonir myndast í umhverfi hennar iða kynjamynda þar sem allt litróf mann- legra tilfinninga leikur lausum hala. Þjóðsagan lifir, en rétt eins og mannfólkið og umhverfið skiptir hún um svip. Því skulum við, ég og þú lesandi góður, takast í hendur, lygna aftur augum, tæma hugann og líða um borgina að næturþeli, draga djúpt andann, mjög djúpt og leyfa auðugu andrúmsloftinu að leika um skilningar- vitin og okkur vitrast ungur maður í afskekktri sveit og ungi maðurinn flyst til borgarinnar og höndlar hamingj- una, en síðar kveður ógleðin dyra og maðurinn örvæntir og sagan verður ævintýri líkust er norn bjargar sögu- hetju okkar á elleftu stundu og allt getur gerst og ekkert er sem sýnist: Einu sinni ekki alls fyrir löngu var ungur maður Ólafur að nafni. Ólafur ólst upp í koti afa síns og ömmu í einni afskekktustu sveit landsins. Þegar hann nálgast fullorðinsárin dreymdi hann um að flytjast á brott og reyna fyrir sér í borginni, en af því gat ekki orðiö því karl og kerling voru orðin gömul og þurftu Ólafs við. En dag einn síðla veturs hné karl dauður niður en kerling lagðist í kör. Henni fór hrak- andi með hverjum deginum og sjö dögum eftir lát karlsins sagði hún Ólafi að nú væru dagar hennar taldir. Hún kvaðst hafa lifaðfábrotnu lífi, aldrei þó þurft að líða skort og alla tíð veriö hamingjusöm því allt frá fæðingu hefði heilladís fylgt henni og vakað yfir velferð hennar. Engar átti hún eignir sem nokkurs væru virði en ekki mundi hún þó skilja hann aleinan og alls- lausan eftir í þessum heimi því eftirleiðis fylgdi heilladísin honum. Hennar ósýnilegi máttur mundi stýra honum á braut gæfunnar en aldrei mundi hún birtast honum nema svo ólíklega vildi til aö hann rataði fram á ystu nöf örvæntingarinnar. Að lokum bað amma Ólaf að lifa í sátt og sam- lyndi við menn og náttúru, lauk aftur augunum og dó. Þótt afi og amma Ólafs hefðu lifað og hrærst í hugarheimi fortíðarinnar var Ólafur maður 20. aldarinnar og minntist hjals ömmu sinnar um heilladísir með góðlátlegri kímni, svipað og þegar börn borgaranna heyra sögur af álfum eða tröllum. Nú fluttist Ólafur líka til borgarinnar, byrjaði nýtt líf og freistaði gæfunnar og þó að honum hefði þótt innilega vænt um afa sinn og ömmu veröur ekki annað sagt en þungu fargi hafi veriö af honum létt við fráfall þeirra. Ólafur f ékk prýðisgóöa vinnu á lager hjá einni stærstu heildverslun landsins og samdi ágætlega við samstarfsmenn sína þrátt fyrir hlédrægni sína. Já vel á minnst - hlédrægni Ólafs. Það var einmitt hún sem dró athygli Álfdísar að honum. Álfdís var ekki bara svona sæt og kát stúlka eins og er á hverri heildsalaskrifstofu og allir strákarnir á lagernum eru bálskotnir í og blístra á eftir og gefa undir fótinn, því hún var einnig dóttir forstjórans og eiganda fyrirtækisins og því líka barnabarn stofnanda heildsölunnar sem af hékk risastór mynd á skrifstofu forstjórans. Og Ólafur vakti einmitt athygli Álfdísar fyrir, að því er henni virtist, áhugaleysi * hans á henni. Álfdísi fannst ótækt að strákur ynni á lagemum sem ekki var skotinn í henni og gaf sig því meira að honum en annars hefði orðið. Og Álfdísi leist nokkuö vel á Ólaf, altént nógu vel til að tæla hann bakviö stæður af klósettrúllum á lagernum þegar árshátíö heildsölunnar stóð sem hæst. Næstu daga þoröi Ólafur vart aö líta framan í nokkurn mann, 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.