Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 55

Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 55
PLATÓN UM SKÁLDSKAP OG FAGRAR LISTIR [595 A] „Reyndar," sagöi ég, „koma mér í hug margar aðrar ástæður til að ætla aö viö höfum gert fullkomlega rétt þegar við reistum ríkið eins og við gerðum, en ég segi þetta ekki síst með skáldskapinn í huga.“ „Hvað í sambandi við hann?“ „Að veita alls ekki aðgang skáldskap sem felst í eftirlíkingu: það er auð- særra nú, virðist mér, þegar búið er að gera skarpan greinarmun á myndum sálarinnar, að síst af öllu má hleypa þessu inn í ríkið." „Hvað áttu við?“ „Okkar á milli sagt - því ekki farið þið að rægja mig við harmleikjaskáldin og öll hin hermiskáldin - þá virðist allt þetta afmynda huga áheyrendanna, þeirra sem ekki eiga það mótefni að þekkja hlutina sjálfa í raun og veru.“ „Hvað ertu að hugsa um þegar þú segir þetta?" spurði hann. „Ég skal segja ykkur það,“ sagði ég. „Þó heldur einhver hlýhugur og lotning sem ég ber til Hómers allt frá bernsku aftur af mér, því Hómer virðist hafa verið fyrsti kennari og leiðtogi allra þessara góðskálda. En ekki má virða mann meira en sann- leikann, sem verður að fá að koma fram, eins og ég segi.“ „Vissulega," svaraði hann. „Hlustaðu þá, eða öllu heldur, svaraöu!“ „Spurðu!“ „Geturðu sagt mér hvað í ósköpunum eftirlíking yfirleitt er? Því ég átta mig ekki almennilega á því sjálfur hvað hún þykist vera.“ „Svo á ég aö skilja það!“ svaraði hann. „Það er ekkert fráleitt við það,“ svaraði ég. „Oft hendir að þeir sem sjá [596 A] illa koma fyrr auga á hlutina en þeir sem hafa skarpa sjón.“ „Rétt er það,“ svaraði hann. „En þegar þú ert viðstaddur áræði ég ekki að segja það sem mér sýnist liggja í augum uppi. Skoðaðu þetta heldur sjálfur." „Viltu að viö leggjum upp í rannsókn okkar héöan sem nú greinir og fylgjum okkarvenjuleguaðferö? Viðerumvíst vanir að setja upp eitt snið fyrir hverja fjöld hluta sem nefnum sama nafni. Skilurðu ekki?“ „Ég skil." „Tökum þá hvaða fjöld sem þú vilt. Þaö eru til dæmis til mörg rúm og borð." „Auðvitað." „En frummyndir þessara gripa eru tvær, ein frummynd rúms, ein frum- mynd borðs.“ „Já.“ „Erum við ekki líka vanir að segja að smiöur þessara gripa horfi á frum- mynd hvors um sig, og smíði annars vegar rúmin, hins vegar borðin, sem við notum, og eins um allt annað? Því ekki smíðar neinn handverksmaður sjálfa frummyndina - eða hvernig færi hann að því?“ „Það væri enginn vegur.“ „En vittu nú hvað þú kallar þennan handverksmann." „Hvaða?" „Þann sem býr til allt sem hinir hand- verksmennirnir gera hver í sínu lagi.“ „Þú ert að tala um einhvern undra- mann og snilling." „Hægan nú, þú tekur bráðum enn sterkar til oröa. Þessi sami hand- verksmaður getur ekki aðeins búiö til hverskyns smíðisgripi, heldur fram- kallar hann líka allan gróður jarðar og öll dýr, bæði sjálfan sig og önnur, og auk þess jörðina og himininn og guðina og allt sem á himninum er og í Hadeseraheimi neðanjarðar." „Þetta er stórkostlegur vitringur," sagði hann. „Trúiröu mér ekki?“ spurði ég. „Segðu mér: hvort heldurðu að þvílíkur hand- verksmaður sé með öllu óhugsandi eða að höfundur alls þessa gæti verið til í einum skilningi, í öðrum skilningi ekki. Skynjarðu ekki að þú sjálfur gætir líka verið fær um að skapa þetta allt á vissan hátt?“ „Á hvaða hátt?“ spurði hann. „Mjög auðveldlega," svaraði ég. „Það er fljótgert og um margar leiðir að velja, en sú skjótasta væri að taka spegil, ef þú fengist til þess, og bera hann hvarvetna um. Á augabragði býrðu til sólina og himintunglin, jöröina, sjálfan þig og önnur dýr, hluti, jurtir og allt hitt sem við nefndum áðan." „Já, sýndir" sagði hann, „en ekki sannan veruleika." „Gott, sagði ég, „þú grípur inn í rökræðuna á alveg réttum stað. Því ég býst við að málarinn sé líka í hópi þess konar handverksmanna - eða hvað?“ „Auðvitað." 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.