Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 54

Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 54
Og þannig horfir listin einnig við mér. Ég hef alltaf miklu meiri áhuga á list dagsins í dag en þeirri sem var í gær og um þetta hef ég oftlega deilt við gagnrýnendur. Hlustarþú á tónlist vió vinnu þína? Já, svotil allan tímann, ég hef stórt og gott hljóðkerfi í vinnustofunni og kaupi allar nýjustu plöturnar, allar þessar nýju bresku grúppur og svo þessa blökkumannatónlist. En verk þín virðast varla vera unnin í danshæfu andrúmslofti? Þaö er breytilegt. Stundum þarfnast ég háværrar tónlistar og stundum þarfnast ég mikillar einbeitingar og þagnar. Þegar ég er í vinnustuði get ég ekki haft einhver flókin verk á sem trufla, heldur frekar létt diskó. Sum verk þín eru eins og merki? Já, sum eru gerö sem merki, en það er ekki eina virkan þeirra. Hvaóan koma þér mótífin ? Ég geng um og ferðast um og fer síðan til vinnustofu minnar og nota í raun allt það sem ég sé, án þess þó að kópíera nokkurn tíma. En eitthvað það sem ég sé á götunni gefur mér inspirasjón. Ég sé um leið ef ég get haft einhver not af því. En finnst þér eitthvaó vera aó verkum þínum? Ja, ég er yfirleitt ánægður með hverja sýningu þegar hún er komin upp, án þess þó að hún sé neitt endanleg. Nú þegar ég er búinn að vera myndlistar- maður í ein átta ár er manni Ijóst að maður verður alltaf að hugsa fram á við og ég gæti aldrei sýnt verk sem ég gæti ekki staðiö fullkomlega við. En varðandi þessa sýningu þá finnst mér hún fín og í raun fullkomin sem slík. Ég gerði nákvæmlega það sem ég ætlaði mér, samkvæmt þessari hug- mynd. Næsta sýning veröur svo auð- vitað allt öðru vísi. Þú notar talsvert pirringinn? Já, bæði upphengingin og mörg verk- anna ganga út á pirring, þau eru trufl- andi. En sem áður eru þó fleiri þættir sem spila hér inn í. List mín er ekki bara abstrakt eða bara neó-geó eða bara málverk. Allt þetta vinnur saman og þú átt að geta fundiö margar kenndir í sýningunni. Og þú gerír líka „Readymades"? Já, það eru einstaka hlutir eða form sem ég rekst á og fúnkera á einhvern erfiöan hátt með málverkunum. Það er erfitt að útskýra val mitt en mest er það formræns eðlis, hnúajárn t.d. rit- vélarbotn og stundum aöeins ákveön- ar uppstillingar, hringlaga bakki við ofn. Já, það hefur stundum hvarflað aó mér að gera „Readymades" en mér hefur ekki fundist það vera hægt? Jú, jú það er alveg hægt. Hvernig lístþérá ísland? ísland, ég veit ekki hvað ég á að segja þar sem ég hef aldrei veriö þar. En vinir mínir voru mjög hrifnir af landinu og skoruðu á mig aðfaraþangað. Þaö eina sem ég veit er að verk mín voru þar í fyrrasumar á samsýningu Aust- urrískra listamanna (í Nýlistasafninu) og að mér var boöiö að kenna þar við Myndlistarskólann en ég hef bara ekki haft möguleika á því. En núna þekki ég orðið nokkra íslendinga. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.