Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 19
að segja að þaö minnti á glugga, samt
sem áður vil ég ekki fullyrða þaö. En
þegar þið taliö um landslag annars
vegar og „interior" hinsvegar þá eru
þessar andstæður eins og hver annar
efniviöur fyrir mér, eins og t.d. deigið
er fyrir bakarann. Svo helgar andinn
meöalið. Kannski er hægt að rekja
þetta inní sálarlíf mitt, ég veit þaö ekki.
Bílalakk og steinsteypa. Höfóa vinnu-
brögö iönaðarmanna til þín?
Það er hugsanlegt, ég hef komiö víða
við í lífsstarfinu. En mér finnst gaman
að svona „spontan" vinnubrögðum.
Að búa til mót, hella í og fá út lista-
verk, það er spennandi. Eins þegar
einhver annar framkvæmir verkið fyrir
mig líkt og sprautuverkið sem þú
minntist á áðan sem var gert af fag-
mönnum á þeim vettvangi. Það gefur
verkunum ákveðna fjarlægð gagnvart
mér, sem mér líkar stundum, ekkert
puttanudd.
Hvernig færö þú hugmyndir?
Mjög snögglega. Vissulega er alltaf
aðdragandi, maður er stöðugt að velta
hlutunum fyrir sér. Ákveðin kvöm sem
aldrei stoppar. En lausnirnar koma
yfirleitt snögglega og það gerist
bókstaflega undir öllum kringum-
stæðum. Yfirleitt líöur samt langur
tími þar til þær hljóta endanlega náö
og margt fer aftur í sorpið.
En teikningar eins og þú sýndir eitt
sinn á Nýlistasafninu?
Það er alveg útilokað fyrir mig að
setjast niður klukkan níu að morgni og
ætla að fá hugmyndir. Það er þá ekki
nema til að fullvinna hugmyndir, gera
mér grein fyrir formi og stærðum og
þess háttar. Yfirleitt breytast þær ekki
samt mikið frá fyrstu gerð. En varð-
andi þessar teikningar sem ég geri þá
le99 ég afskaplega lítið myndrænt
uppúrþeim. í raun og veru hefur mér
alltaf leiðst teikning, svona effekta-
nudd. Stundum geri ég einstaka
seríur eins og þá sem ég sýndi í
Nýlistasafninu, geng útfrá einhverri
hugmynd. Listin er svo mikið meira
en bara vinna, eins og svo margir vilja
æeina. Að minnsta kosti öðru vísi
vinna.annarsværiégtilsjós. Þaðeru
Yfirlit, Nýlistasafniö 1983. Málverk og Ijósmyndir, teikning, steinsteypuskúlptúr.
oft átök og ég tek hlutskiptið nærri
mér. Þanning er þetta með mig.
Hver er hugur þinn til útiskúlptúra ?
Ég hef aldrei unniö mína skúlptúra
meö það fyrir augum að hafa þá utan-
dyra. Við Noröurlandahúsið í Fær-
eyjum fékk ég einu sinni verkefni, og
þá vann ég útfrá skissum sem ég átti
Kjarvalsstaöir 1987. Steinsteypa
og setti skúlptúrana út. Ég er afskap-
lega gagnrýninn á útiverk eins og
þeim hefur verið komið fyrir í
borgarlandinu. Mér finnst líka þessar
samkeppnir sem hafa verið undan-
farið út í hött. Ég veit ekki hvort ég
ætti að vera aðfara út í þá sálma hér,
það yrði of langt mál. Þessar sam-
17