Teningur - 01.05.1988, Blaðsíða 43
hel; sjá hinsvegar ióulega drykkju-
skap, atvinnuleysi og oft aö því er
viröist algert aögeröarleysi fólksins,
eða þá aó maður er vitni aö hinni
endanlegu niðurlægingu þessa stolta
kynþáttar; er þeir ástunda sölu ein-
hvers glingurs sem á aö minna
„ forvitna ferðamenn á arfleifó þeirra.
Gestaugað er þó ekki endilega glöggt
og nútímalíf indíána getur veriö
ögrandi efni í margslunginn skáld-
skap. Þetta hefur sannast í skáld-
verkum nokkurra indíána, meðal
annars skáldkonunnar Louise
Erdrich. Hún er skyndilega komin
fram á sjónarsviðiö sem einn athyglis-
verðasti skáldsagnahöfundur Banda-
ríkjanna, þótt hún hafi einungis sent
frá sér tvær skáldsögur til þessa.
Fyrsta bók hennar var Ijóðasafnið
Jacklight, en því næst kom skáld-
sagan Love Medicine árið 1984. Vakti
hún mikla athygli og hlaut ein virtustu
bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna
það árið, The National Book Critics
Circle Award. Fáir skáldsagna-
"" höfundar hafa byrjað feril sinn með
öðrum eins myndarbrag og Erdrich
gerði með þessari bók. Árið 1986 kom
svo út önnur skáldsaga hennar, The
Beet Queen og svíkur hún síður en
svo fyrirheit þau sem fyrri bókin gaf.
Báðar þessar skáldsögur spanna
söguskeið sem hefst einmitt um það
leyti er við skiljum við áðurnefndan
Svarta Elg snemma á fjórða ára-
tugnum, vonlausan um að lífsmáti og
menning indíána eigi sér nokkra f ram-
tíð. Sögusviö Erdrich er raunar æsku-
slóðir hennar í Norður-Dakota-ríki og
gerist fyrri skáldsagan að mestu á
verndarsvæði Chippewa-indíána, en
það er einmitt sá ættbálkur sem
Erdrich heyrirtil. Seinni sagan gerist í
bæ hvítra manna ekki langt frá þessu
verndarsvæði. Erdrich ber ekki síður
skynbragð á það mannlíf, því þótt hún
heyri til indíánaættbálki, er hún kyn-
hlendingur og að hluta af þýsk-
bandarískum uppruna. Verk hennar
einkennast einmitt meðal annars af
kynblöndun indíána og hægri
útþurrkun þeirra marka sem eru milli
vemdarsvæðanna og heimsins fyrir
utan. í gegnum verkin skín sú
vitneskja að líf indíánans sé markað
þróun sem stefni að því að hætta að
vera indíáni.
FJÖLSKYLDAN
Þessi þróun er þó enn ekki komin á
neitt lokastig. Á meðan varir indíána-
menning, ekki bara sem lífsmáti
heldur líka sem ákveðið sjónarhorn á
heiminn. Það er sem áður segir
einkum í fyrri skáldsögunni, Love
Medicine, sem Erdrich heldur sig
beinlínis á söguslóðum indíána.
Sagan snýst um tvær indíána-
fjölskyldur á fyrrnefndu verndarsvæöi,
stórfjölskyldur vel að merkja, þar sem
ömmur og afar, frænkur og frændur
skipta verulegu máli í hinu daglega
amstri. í lýsingum fjölskyldunnar
minnir sagan á Hundrað ára einsemd
eftir Gabríel García Marquez, svo til
samanburðar sé tekin bók sem ís-
lendingum er að góðu kunn (þótt hún
sé raunar ofnotuð í slíkum „saman-
burðarfræðum"). Hjá Erdrich, eins og
hjá Marquez, er ættin margflókið
fyrirbæri og við fyrstu kynni er oft erfitt
að henda reiður á innbyrðis tengslum
allra persónanna, auk þess sem ýmis
tengsl eru milli fjölskyldnanna
tveggja. Erdrich á það jafnframt sam-
eiginlegt með sumum Suöur-
Ameríkuhöfundum að henni lánast að
Ijá hlutum sem hneigjast til að verða
ofur-hversdagslegir, það er að segja
heimkynnum og fjölskyldu, magískan
og seiðandi blæ, án þess að draga
hulu yfir átök þau og sárindi sem þar
eiga sér stað.
Erdrich leiðir smám saman litríka
persónufylkingu fram á sjónarsvið
verksins, en sögunni er jafnframt
miðlað frá sjónarhóli ýmissa persóna,
stundum þannig að sami atburður
gerist oftar en einu sinni, ef svo má
segja, því sjónarhóllinn breytir at-
burðinum. Jafnframt flakkar sagan
fram og til baka um hálfrar aldar
tímabil í sögu fjölskyldnanna. Verkið
er því á margan hátt eins og leit aö
heild og fastapunktum í tilveru þessa
fólks. Þær persónur sem sagan
hnitast hvað oftast um eru ættmæður
fjölskyldnanna, gerólíkar konur sem
báöar rísa upp úr hinni hefðbundnu
húsmóðurímynd; þær halda um ýmsa
örlagaþræði og brugga þau töfralyf
sem halda fjölskyldulífi gangandi.
Fjölskyldan er vermireitur þeirrar
ástar, sem jafnvel karlarnir eru aö
sækjast eftir, þótt þeir virðist iðulega
staurblindir í tilfinningalegum efnum.
Það er meðal annars á þetta sem titill
bókarinnar vísar, en Love Medicine
mætti þýða Ástarlyf, þó að orðið
„medicine" sé í raun notað nokkuð
almennt um lyf, töfragripi og hvers
konar töframátt meðal índíána.
í þessu stórbrotna fjölskyldulífi
sögunnar getum við séð nýja ímynd
indíánans. Þótt skömm sé frá að segja
er mynd Vesturlandabúa af indíánum
einna helst mótuð af vestrakvik-
myndum, þar sem við höfum yfirleitt
fáránlega einhæfa sýn á líf þeirra.
Ættfaðir annarrar fjölskyldunnar í
skáldsögunni, Nector Kashpaw, er
sökum íturvaxins líkama fenginn til að
leika í slíkum Hollywoodmyndum.
Hlutverk hans er einfalt og skamm-
vinnt; hann er settur upp á hest og
honum skipað að grípa fyrir brjóstið og
detta af baki. Aðalhlutverk indíána í
þessari menningarframleiðslu, og
þetta má teljast söguleg kaldhæöni,
felst í því að leika menn sem veriö er
að drepa.
Áherslan sem Erdrich leggur á marg-
brotið fjölskyldulíf í sögunni er jafn-
framt í krappri andstöðu við stefnuna
sem bandarískt þjóðfélag hefur tekið
á þessari öld. Það hefur einkennst æ
meir af gífurlegum hreyfanleika, sem
oft leyfir litla tryggð við tiltekna staði
eða fjölskyldubönd umfram það að
koma börnum af stað út í lífið. Oft er
sem fjölskyldan skipti ekki minnsta
máli fyrir sjálfskilning einstaklingsins.
Jafnvel smærri einingar, svo sem
„vísitölufjölskyldan", reynast ótryggur
griðastaður. í annarri skáldsögu sinni,
The Beet Queen, fjallar Erdrich
einmitt um splundrun hvítrar
fjölskyldu og lýsir tengslum indíána
41