Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 24
Komposition, gouache, 1957 - Karl Kvaran er fæddur á Borðeyri við Hrútafjörð árið 1924, sonur Elísabetar Benediktsdóttur og Ólafs Kvkrans ritsímastjóra. Karl er uppalinn.í Skerjafirð- inum, byrjaði á teikninámi hjá Marteini Guðmunds- syni og Birni Bjömssyni, stundaði síðan nám í Hand- íðaskólanum árin 1942 til 1945, er hann fór til Kaup- mannahafnar og nam þar við Akademíið og á teikni- skóla Rostrups Bogesens næstu þrjá vetur. Karl tók þátt í þrem Septembersýningum, ' en hélt fyrstu sjálfstæðu sýningu sína í Listvinasalnum 1951. Sýndi í Listamannaskálanum haustið 1955 og síðast- liðið vor í Sýningarsalnum. Karl hefur tekið þátt í mörgum sýningum erlendis. — En sé það þreyta, getur hún þá ekki verið eðlileg og kannski vísir að einhverju nýju? — Jú, ég viðurkenni það raunar. Ég þekki það af sjálfum mér. Stundum er maður í lægð og gerir mjög slæma mynd, en samt getur eitthvað verið í henni sem leiðir af sér nýja grósku. Má vera að tachisminn sé þesskonar lægð. Og ég verð að játa, að stundum finnst manni þessi list okkar ekki komast lengra í því að hreinsa til, jafnvel að hún nálgist stundum gjaldþrot, eins og til dæmis hjá Herbin. Það er engu líkara en hann standi á leiðarenda og komist ekki lengra. Eða Arp til dæmis. Kannski eitt ein- asta fágað form. Tachisminn er sennilega viðbragð gegn þessu einfalda, hreina og klára formi, og málararnir sem honum fylgja eygja sennilega ekki fleiri möguleika í þá átt. Hinsvegar er það með ólíkindum þegar menn eins og Jackson Pollock standa langt frá léreftinu, eins og ég hef séð á myndum, og .sletta á það litunum, eða þegar þeir láta leka úr dósum á skáhallan myndflötinn. Slík vinnubrögð getur enginn maður tekið alvar- lega. Með því væri sjálfsákvörðun lista- mannsins þurrkuð út, en listin hlýtur þó alltaf, hversu aum sem hún er, að eiga upp- runa sinn í huga rnálarans. — Finnur þú fyrir slíkri þreytu eða þverr- andi möguleikum á þinni braut? — Nei. Hinsvegar er ég sannfærður um það, að eitthvað nýtt hlýtur bráðum að ger- aát i myndlistinni, og mig grunar að það verði eitthvað stórkostlegt. En allt slíkt verður að koma innan frá og í fyllingu síns tíma. Birtingur 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.