Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 14
arinnar að syngja sálumessu auðvaldsskipu-
lagsins („föður míns“) til enda:
„Ó láttu nýja strengi storminn herða
og stæltum boga leika rekvíem
föður míns heitins, hans er bíður lík
í húsi voru, að því lokið sé ...“
Um vorið fór ég heim og gaf út Imbru-
daga. Ég var þá trúlofaður og fékk konuna
heim á eftir mér skömmu eftir að ég var
farinn að dreifa Imbrudögum meðal áskrif-
enda. En nú var skoilið á atvinnuleysi á
Islandi, bókin gaf mér minna í aðra hönd
en ég hafði vænzt og lífsbjargarhorfur voru
heldur dauflegar, svo að við flúðum land um
haustið og settumst að í Stafangri. Þar vann
ég fyrst sem lagermaður í leirkerasmiðju,
gerðist síðan næturvörður á Hotel Alstor,
fluttist að tveim árum liðnum til Oslóar og
vann þar sem lagermaður hjá heildverzlun,
þangað til við fluttumst heim aftur vorið
1954.
Þetta er orðin fjölþætt starfssaga, segi
ég, og vantar þó veigamesta þáttinn: hvað
leið skáldskapnum ?
Þessi ár voru mér algerlega dauður tími
í bókmenntalegu tilliti. Það var ekki fyrr en
ég var búinn að vera heima um skeið og
kyrrð komin á mig, að ég gat safnað mér
til að byrja á nýju verki. 1 janúar 1955 sett-
ist ég niður við að skrifa Strandið, og í maí
var því lokið. Þá voru liðin tæp átján ár síð-
an mér vaknaði sú ástríða af bókum vestur
í Haukadal (sem aldrei skyldi verið hafa)
að koma saman skáldsögu. Loks hafði það
tekizt eftir mikið stríð!
Ég tek Strandið ofan af hillu og les loka-
orðin yfir höfundinum:
,,Ég stend hjá henni (sóleyjunni) og
hugsa að seinna — ef til vill í júní, júlí, eða
september — muni ég byrja á nýrri skáld-
sögu. Hún á að fjalla um mann og konu og
um nokkur börn. Og það sem gerist er það
að sóleyjarnar vaxa í túninu, og á kvöldin
koma lagðsíðar lambærnar niður að læknum
til að drekka ...
Og annað gerist ekki í þeirri bók.“
Er von á henni í náinni framtíð? spyr ég.
Nei, því miður: slík bók væri ekki tíma-
bær. Hún yrði aldrei annað en saknaðarljóð
horfinna viðhorfa, hjákátleg tímavilla, eða
óraunsæ hilling. Þrátt fyrir allt er það tím-
inn sem skrifar bækur höfundanna, hvað
sem vilja þeirra eða ásetningi líður.
Birtingur 8