Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 37
einföldu máli, sem hann hylltist þó til að gera ofurlítið launfræðilegt, því skoðanirnar sem hann hélt fram voru oft umdeilanlegar, gjörræðislegar, ónægjanlega rökstuddar, þótt þær væru snjallar og frumlegar. Bæk- urnar seldust mjög vel og kaupendurnir mátu þær. Á þeim tímum var allt sérhæft; ljóðlistin engu síður en þýðingar. Það voru settar fram kenningar um alla hluti. Stofnanir voru myndaðar fyrir allt. Alls staðar sá maður rísa Hallir hugsun- arinnar og Fagurfræðiakademíur. Sjúrí Andreívits var heiðursdoktor við ýmsar af þessum mýmörgu stofnunum. ... Eins og endranær, jafnvel áður fyrr, meðan hann vann, sótti á hann mergð hugs- ana um tilveru einstaklingsins og þjóðfé- lagið. Hann gerði sér einu sinni enn grein fyrir því, að hann var ófær um að skilja söguna, eða öllu heldur það sem kallað var framvinda sögunnar, og að hann gat ekki sett sér hana fyrir sjónir nema í líkingu úr jurtalífinu. Á veturna sýnast iaufvana greinar trjánna veikbyggðar og aumar undir snjónum eins og hár út úr gamalli vörtu. Á nokkrum vor- dögum breytist skógurinn og hækkar allt til himins, og maður getur týnzt, falizt í laufguðu völundarhúsi hans. Á meðan á þessari breytingu stendur vex skógurinn hraðar en nokkurt dýr, en samt tekur eng- inn eftir hreyfingu hans. Af því skógurinn hreyfist ekki úr stað, fælist ekki skoðand- ann. Maður finnur hann alltaf aftur kyrran á sama stað. Með þessari sömu ró gerist þjóðlífið, sagan, hún hreyfist líka eilíflega og breytist, eins þó maður taki ekki strax eftir þróun hennar ... Það er enginn sem gerir söguna, sagan sést ekki, ekki frekar en grasið sést vaxa. Stríð, byltingar, kóngarnir, Robespierrarnir eru henni líffæralegir hvatar, súrdegið. Þeir sem gera byltingarnar eru framkvæmda- mennirnir, ofstækismenn, snillingar sjálfs- takmörkunarinnar. Á fáeinum klukkustund- um eða nokkrum vikum umturna þeir gamla skipulaginu. Umturnunin stendur vikur eða nokkur ár. Því næst dýrka mennirnir þennan takmörkunaranda, sem olli umturnuninni, eins og helgan dóm, áratugum, öldum sam- an. Með því að syrgja Láru var hann líka að syrgja þetta löngu liðna sumar, þegar bylt- ingin var guðdómurinn stiginn til jarðar af himnum, guð eins sumars þar sem allt lifði trylling frelsisins ... Svo frábærir hlutir gerast ekki nema einu sinni að eilífu. Þegar maður hugsar um það, er eins og vindkviða hafi feykt þakinu af öllu Rússlandi, eins og þjóðin öll stæði skyndilega óvarin undir berum himni. Og enginn til að gæta okkar. Frelsið! Raun- verulegt frelsi, ekki frelsi í orði, né endur- heimt frelsi, heldur frelsi dottið af himnum, öllum vonum fremra. Það er frelsi, sem fæst af tilviljun, af misskilningi. Og hve allir uxu að manngildi í ringul- reiðinni. Tókuð þið eftir því? Það var eins og hver hefði unnið bug á sjálfum sér með hetjueðli, sem risið hefði hið innra með honum. 31 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.