Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 41
sitt í þann hnitmiðaða búning, sem þörf er
á ef það á að hafa áhrif í útvarpi, heldur
sýndi hann með störfum sínum í útvarpsráði
ágætan skilning á hlutverki útvarpsins hér
á landi. Meðan hans naut við og kraftar
hans voru helgaðir útvarpinu, var ekki
hætta á að lágkúran og andleysið legðust
þar eins og mara yfir talað orð.
Þótt margt sé stórvel gert í þessari bók,
ber einn erindaflokkurinn af, lýsingin á
Móðuharðindum og afleiðingum þeirra fyrir
íslenzku þjóðina. Flutt í útvarp voru þessi
erindi listaverk. Þar lagðist allt á eitt, mikil
náttúrufræðiþekking, næmt skyn á kjör ís-
lenzkrar alþýðu á liðnum öldum og frábært
vald á íslenzku máli. Þær myndir sem Pálmi
dregur þarna upp af íslenzku þjóðinni í
ýtrustu kröm og neyð, milli elds á aðra hönd
og íss á hina, lýsingarnar á hungrinu,
grimmdinni, hreystinni, þrautseigjunni og
hjálpinni, sem ekki kom að tilætluðum not-
um vegna þess að íslenzkum yfirvöldum
fannst réttara að leggja erlenda gjafaféð á
vöxtu en að verja því til að metta hungr-
aða, hljóta að verða hverjum sem á hlýddi
ógleymanlegar.
Pálmi var sannur húmanisti og maður al-
hliða upplýsingar. Hann lét ekkert tækifæri
ónotað til að hnekkja hjátrú og hindurvitn-
um, rækta með hlustendum fegurðarskyn,
fræða þá um land sitt og sögu. Þegar það
kemur í hans hlut að svara fyrirspurnum
um náttúru íslands, verða svörin ekki þurr
fræðatíningur, svarinu við spurningunni
fylgir, ef tilefni er til, góðlátleg, fyndin og
ákveðin leiðrétting á málfari spyrjanda eða
athugasemd við lífsviðhorfið, sem skín út
úr spurningu hans. Kjarninn í þeirri lífs-
skoðun, sem Pálmi Hannesson notaði út-
varpið til að boða íslendingum af fágætu
listfengi, birtist í þessari setningu úr er-
indi hans um íslenzka mold: „Því að hvorki
með keti, ull né fiski einu saman verður
menning vor treyst, heldur og með þekk-
ingu, með menntun og manndómi“.
örlagaflækjur
Þórbergur Þórðarson: Um lönd og lýði.
Helgafell.
Peter Hallberg: Vefarinn mikli. Björn Th.
Björnsson þýddi. Helgafell.
Arnór Sigurjónsson: Einars saga Asmunds-
sonar. Menningarsjóður.
Guðmundur G. Hagalín: 1 kili skal kjörviður.
Saga Mariniusar Eskilds-Jessens fyrrverandi
Vélstjóraskólastjóra, skráð eftir sögn hans
sjálfs. Norðri.
Minningabók Magnúsar Friðrikssonar
á Staðarfelli. Hlaðbúð.
Ólafia Jóhannsdóttir: Rit I—II. Frá myrkri
til ljóss. Aumastar allra. Hlaðbúð.
Það má nú segja, að enginn veit sína æv-
ina fyrr en öll er. Hvern skyldi hafa órað
fyrir því að orðlagðasti afglapi Suðursveitar
yrði brautryðjandi nýs tímabils í íslenzkum
bókmenntum? Hvernig gat nokkurn grunað,
að fósturdóttir frúarinnar í Viðey yrði
bjargvættur fallinna kvenna í Osló? Töfrar
ævisagnalestrar eru ekki sízt fólgnir í því
að fylgja þeim ótrúlegu hlykkjum og flækj-
um, sem verða á æviþræði manna. Það sem
í fljótu bragði virðist fjarstæðukennt, ligg-
ur ljóst fyrir þegar rétt er rakið.
Sjálfsævisaga Þórbergs er orðin tvö bindi.
Enn einu sinni hefur honum tekizt meistara-
lega að finna stíl sem hentar efninu. Sumir
sakna þess að hér skuli ekki vera andlegar
35 Birtingur