Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 30
inni og afstaða mismunandi í ýmsu efni. En hérlendis er að verða svo rík venja að draga alla hluti undir stórar fyrirsagnir og láta sitja við fyrirsagnirnar, þannig er farið að tala um Ung Skáld og Unga Rithöfunda einsog eitthvert samábyrgðarfélag sem fram- leiði sameiginlega afurðirnar Hkt og gert er í Mjólkurfélagi Flóamanna og maður heyrir stundum talað um Birtingsmenn sem ódeilda stærð og þar hljóti allir að vera á einu máli þrátt fyrir ýmis sönnunargögn fyrir hinu gagnstæða innan ritsins og utan þess. Þeir einstaklingar sem hafa unnið saman að Birt- ingi aðhyllast vitanlega oftsinnis ólík sjón- armið en hafa þó átt nógu mikla samstöðu til að geta unnið saman með þeim árangri sem lesendur ritsins verða að dæma um. Þótt kaupendur og áskrifendur séu enn of fáir hefur Birtingur átt því hollari vini og stuðningsmenn sem hafa lagt ritinu efni og margvíslega liðsemd og sýnt svo verðmætan áhuga að þó ekki kæmi annað til virðist út- gefendum sem í því einu væri næg ástæða til að haldið sé áfram útgáfunni og hinum hvimleiðu fjármálaörðugleikum boðinn byrg- inn. Vegna þess að ýmsir hafa verið svo hug- ulsamir að áminna mig vegna uppsetningar og útlits Birtings á síðasta ári þykir mér háttvísi að fría sjálfan mig undan ábyrgð af afrekum annarra: tilraun var gerð án minna afskipta með nýja uppsetningu á fyrsta hefti þess árs, þá var ég staddur erlendis, sú tilraun var mér mikið á móti skapi. Þessa vil ég geta vegna þess að mér þykir ýmiskonar gagnrýni á því hefti rétt- mæt. Ég get ekki fallist á nýjungar í prent- verki sem mér sýnast valda nokkurri ófærð á veginum að efninu, ögra meiningu þess og þau rök sem kunna að liggja að slíkri til- raun hafa ekki gildi fyrir mér. Annars væri gott að fá bréf frá lesendum og dóm þeirra. Birtingur hefur fjórða árgang með nokkr- um liðsauka í ritstjórninni. Björn Th. Björnsson listfræðingur og Jóhann Hjálm- arsson hið unga efnilega skáld hafa þegið sæti í ritstjórninni og erum við hinir eldri ritstjórnarmenn sannfærðir um að ritið efl- ist við það og fögnum hinum nýju sam- starfsmönnum. Og nú byrjum við aftur með brauki og bramli. Sitt af hverju. Reykjavík er skrítinn bær, dinglandi á milli þess að vera ofvaxið sveitaþorp eða borg á gelgjuskeiði. I þessu sama plássi er sinfóníuhljómsveit, nóbelsverðlaunahöfundur rétt utan við jaðar bæjarlandsins að setja saman bækur fyrir þjóðir heimsins og hefur tekizt að komast í þriðja sætið á útlánaskrám alþýðubóka- safnanna í sínu eigin landi, einn daginn eru músiksnillingar úr Rússlandi að spila hér, hinn daginn þeir frá Bandaríkjunum á veg- um Ragnars Jónssonar, við getum fengið nýjustu verk franskra höfunda í bókabúð Snæbjarnar, hinsvegar sést fátt slíkt í Lands- bókasafninu; þar er vænlegra að leita skýrslu Galosíugerðarinnar í Stafangri og leiðarbréfa úr Austur-Evrópu. í Austurstræti mætir þú kannski Kjarval og þú hugsar: Hvað um húsið hans! Húsið sem allir þingmenn okkar samþykktu að reisa fyrir rúmum áratug. Af fáránlegri til- Birtingur 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.