Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 8
Við sátum heima hjá mér og spjölluðum saman yfir venjulegum gestakosti á þeimbæ: kaffi og kringlum. Út um gluggann sá yfir þök gömlu húsanna á Grímsstaðaholti milli stæri- látra f jölbýlishúsa í Högum, og það kom upp úr kafinu að héðan er aðeins steinsnar heim á bernskustöðvar Hannesar: hann er fæddur við Pálkagötu 2. marz 1922, en fluttist þaðan í vöggu og var á hrakningi milli leiguíbúða þangað til hann vaknar til fullrar meðvit- undar vestur á Öldugötu, staddur úti á svöl- um á turni Sjómannaskólans gamla og sér fáséð finngálkn bera innyfir bæinn: loftfarið Graf Zeppelin. Annars er mér fremur óljóst, segir Hann- es, hvað ég man sjálfur og hvað aðrir hafa sagt mér frá fyrstu árunum, fyrr en við erum setzt að við Nýlendugötu. Þar vorum við um kyrrt tiltölulega lengi: þrjú eða fjögur ár. Þá lék ég mér oft niðri við sjó- inn og fastréð að verða skipstjóri þegar ég væri orðinn stór. Þú hefur fengið orð fyrir að yrkja á „miklu máli“, segi ég: ekki hefurðu lært það á Verbúðabryggjunum? Ég hlýt að hafa lært málið af lestri sam- tímabókmennta, því ég hef varla litið í eldri bókmenntir, til dæmis aldrei komizt í gegn- um íslendingasögur. Innan við fermingu gleypti ég firn af reyfurum og fátt annað. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fimmtán ára, að ég kynntist góðum bókum. Ég var þá um sumarið á Vatni í Haukadal. Þar var geymt bókasafn sveitarinnar, og í því voru m a skáldsögur erlendra öndvegishöfunda í íslenzkum þýðingum. Húsmóðir mín hafði verið kennslukona hjá Stefáni frá Hvítadal og bar gott skyn á bækur. Þetta sumar tók hugurinn að hneigjast meir til skáldskapar en skipstjórnar, og ég afréð að verða skáld- sagnahöfundur. En hugðirðu ekki á skólagöngu? Ég var búinn að vera einn vetur í Ingi- marsskólanum og settist í annan bekk um haustið. En mér leiddist námið, og upp úr áramótunum hætti ég og fór á vertíð í Grindavík, var þar landmaður við bát. Sum- arið eftir skrifaði ég fyrstu smásöguna sem ég lét frá mér fara: ég sendi hana til út- varpsráðs ásamt löngu bréfi og fékk hana tekna til flutnings, fremur vegna bréfsins en sögunnar sjálfrar. Ég las hana á útvarps- kvöldvöku 7. des. 1938. Það var mitt debút. Helgi Hjörvar hélt fyrst dálitla tölu og las kafla úr bréfinu. Nokkrum dögum síðar birtu Útvarpstíðindi allmikla grein um upp- lesturinn og fylgdi mynd sem Kristján Frið- riksson hafði teiknað af skáldinu, svo að ég þóttist aldeilis kominn á flot ... (Daginn eftir samtal okkar Hannesar brá ég mér niður á Landsbókasafn til að líta í Útvarpstíðindi. Þar segir svo frá þessum bókmenntaviðburði: „Kvöldvakan á miðvikudaginn ... var venju fremur skemmtileg og athyglisverð ... Mesta athygli mun þó hafa vakið upplest- ur unglings nokkurs frá Grindavík, Hannes- ar Sigfússonar að nafni. Það, sem í fyrsta lagi var sérkennilegt við þennan upplestur, var það, að Hannes mun vera sá yngsti maður, sem útvarpsráð hefur samþykkt sem sjálfstæðan flytjanda út- varpsefnis, a. m. k. nú um mörg ár. Þá var það og sérkennilegt við upplesturinn á þess- ari sögu Hannesar, að sagan var alls ekki tekin af útvarpsráði vegna þess, að hún þætti svo góð sjálf, heldur vegna bréfs, sem höf. skrifaði útvarpsráði um sögu sína ... Birtingur 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.