Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 9
Hér er birtur til gamans kafli úr bréfi því, er greiddi Hannesi götu að hljóðnemanum: Hæstvirta útvarpsráð! Hér með sendi ég yður handritið af sögu þeirri, sem ég hef óskað eftir að fá að flytja í útvarpið. En þar sem ég býst við hörðum dómi frá yðar hálfu ... þá vil ég fyrst byrja á því að tilkynna yður, að þetta er fyrsta sagan, sem ég sendi út í heiminn, og er það þar með skiljanlegt, að ég er alger viðvan- ingur á sviði ritlistarinnar. Einnig get ég reynt að afsaka mig með því, að ég sé eigi nema sextán ára að aldri og hafi aldrei feng- ið orð fyrir það á æfinni að vera neinum sérstökum gáfum gæddur. En ef þér segið nú, þrátt fyrir allar þessar afsakanir, að ... sagan sé illa skrifuð, losarabragur á frásögn- inni, efnið einskisvirði, allar lýsingar öfga- kenndar ... þá verð ég að gerast minn eigin málsvari og segja: 1. Efnið er ekki einskisvirði, ef það get- ur vakið menn til umhugsunar um mann- lífið. 2. Þó lýsingarnar megi kannski vera dá- lítið öfgakenndar á köflum, þá getur maður þekkt þær aftur sem raunverulega lýsingu á lífinu, ef aðeins kafað er nógu djúpt í brunn sannleikans og dregið örlítið úr ber- sögli þeirra. Og ef spurt er: Því að hafa lýsingarnar öfgakenndar? Því að vera að láta menn hafa fyrir því að kafa brunn sannleikans, ef hægt er að komast hjá því? Þá svara ég: Til eru sofandi menn, sem lesa skáldrit að- eins sér til skemmtunar og hugsa ekkert um efnið á eftir ... Þessa menn verður að vekja með hrópum og köllum, hrópa svo hátt, að þeir rjúki upp með andfælum ... Maður verður að höggva skarpa drætti í myndir sínar, svo að þær verði eigi séðar í þoku draumsins, heldur með alltsjáandi augum vökunnar. Það, sem ég hef því aðeins gert í sögu minni, er að bregða staðreyndunum undir stækkunargler, gera hlutföllin risavax- in milli þess fátæka og ríka, svo mein þjóð- félagsins verði með augum séð, en búi eigi í þokum undirvitundarinnar sem óséður sannleikur ...“). Þetta var á þeim árum sem Hólmjárn rak hvað mestan áróður fyrir refarækt, segir Hannes. Ég var farinn að svipast um eftir vinnu sem gerði mér kleift að sinna skáld- skapnum, og þetta sýndist mér tilvalið lífs- starf fyrir rithöfund: ég þyrfti aðeins að skreppa út stutta stund tvisvar á dag og kasta kjötbita í tófurnar, en gæti þess á milli setið við skrifborðið. Skömmu eftir frægðarförina í útvarpið sigldi ég því til Noregs, réðst til starfa á refabúi í gi’ennd við Stafangur og vann þar eitt missiri. í júní 1939 kom ég með Kötlu upp til Siglu- fjarðar. Og úr því hafa íslenzkar tófur farið að fitna? Ekki segi ég það nú kannski, eins og skáldið sagði. Ég gerðist að vísu refahirðir að Arnbjargarlæk í Borgarfirði um haustið, en var orðinn leiður á öllu saman um jól, fór þá til Grindavíkur og var þar fram yfir hátíðir, byrjaði eftir áramótin að rífa upp grjót í Öskjuhlíðinni ásamt bróður mínum, en vorið og sumarið unnum við saman að hreingerningum hér í bænum. Einn daginn vorum við að gera hreint í húsi vestur á Ásvallagötu. Þá kemur þar allt 3 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.