Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 42
flugeldasýningar eins og í Islenzkum aðli og Ofvitanum, en fjarstæða væri að heimta slíkt. Þetta er þroskasaga lítils drengs í af- skekktri sveit, við stórbrotið landslag og fastmótaða menningu, sem er að byrja að leysast upp. í fyrri köflum þessarar bókar birtir Þórbergur lesandanum alveldi náttúr- unnar í huga sveitabarns, sem hefur næma skynjun fyrir litum og formum fjalla og steina og lífstjáningu jurta og dýra. I hönd- um hans verður þetta allt ósköp óhátíðlegt og blátt áfram, rétt eins og það gerðist, upphafningarstundir í miðjum hversdags- leikanum, og þeim mun áhrifameira. í þessum heimi búa hið náttúrlega og áþreifanlega og hið yfirnáttúrlega og ó- höndlanlega í órofa heild. Töfrandi, dularfull örnefni ýta undir ímyndunaraflið, varla er sá staður sem ekki á sína sögu, sín minni. Gamlar hleðslur og tóftabrot minna á horfn- ar kynslóðir, hinum síritandi Þórbergi sárn- ar að fyrri menn skuli ekki hafa ritað dag- bækur, og hugmyndaflug hans tekur að sér að bæta að nokkru úr þeirri vanrækslu. I lokaköflunum er gerð grein fyrir fjölda fólks með fáum en markvissum orðum. Heilli mannlýsingu er komið fyrir í sögu af einu atviki eða tilsvari. Þessa bók á að gefa út með viðhöfn, ná- kvæmum kortum af Halalandi og nágrenni og teikningum úr Suðursveit eftir hina fær- ustu listamenn. I Birtingi hefur áður verið gerð grein fyr- ir hinu mikla brautryðjandaverki dr. Peters Hallbergs um Halldór Kiljan Laxness. Fyrsti hluti þess er nú kominn út á íslenzku, í þýð- ingu sem í fljótu bragði virðist traust. Illt er tii þess að vita, að með sama áfram- haldi verður tveim bindum Hallbergs peðrað út í fimm eða sex bindum á íslenzkunni. Að einu leyti stendur íslenzka útgáfan sænsku frumútgáfunni miklu framar, í henni eru tilvitnanir í óprentuð handrit Halldórs og bréf birtar á íslenzku í fyrsta skipti. Þótt margt sé skarplega athugað hjá Hallberg, er mest um vert óþreytandi elju hans að viða að sér úr öllum áttum handritaslitrum og einkabréfum og bera drög og uppköst að prentuðum skáldverkum hvert saman við annan og öll undirbúningsstigin saman við lokatextann. Mann getur greint á við Hall- berg um skilning á ýmsu á þroskaferli skáldsins og í þróunarsögu verka þess, en honum verður aldrei fullþakkað að hafa dreg- ið frumheimildirnar saman og birt þær svo örlátlega, að hver og einn stendur nú marg- falt betur að vígi en áður að mynda sér rök- studda skoðun á listferli Halldórs. Saga Einars Ásmundssonar í Nesi verður ekkert smásmíði þegar hún er öll, þetta fyrra bindi er hálft fjórða hundrað blað- síðna. Það hlýtur að hvarfla að lesandanum, hvort tilefni sé til að rekja sögu þessa manns svona ýtarlega, þótt hann væri um- svifamikill verður ekki sagt með réttu að hann hafi markað djúp spor í íslenzka sögu. Höfundur hefur það svar við þessari spurn- ingu, að fyrir sér hafi vakað að rétta hlut hins óbreytta alþýðumanns, sér hafi þótt sagnfræðingar gera hlut alþýðunnar sjálfr- ar í sögu þjóðarinnar á síðustu öld of lítinn. Arnór Sigurjónsson hefur þann hátt á að gera atvik í sögu Einars að tilefni til að rekja einstaka þætti íslenzks þjóðlífs á hans tímum af mikilli nákvæmni. Fyrir bragðið fer sagan sjálf víða meira og minna úr Birtingur 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.