Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 12
hafði ekki verið lengi í vitanum þegar ég tók að örvænta um að nokkuð yrði úr skáld- sagnagerðinni. Þá er það í nóvember að ýms- ar sundurleitar setningar taka að hljóma í huga mér og halda því áfram fram yfir jól — þá er þetta orðinn dálítill bálkur, eða tveir fyrstu kaflarnir í Dymbilvöku. Skömmu síðar skrapp ég í bæinn og las yfir Steini það sem komið var. Hann lét nokkuð vel af, svo að ég hélt hiklaust áfram verkinu allt fram í febrúar. Þá varð okkur Sigurjóni sundurorða út af einhverjum hégóma, og ég gekk úr vistinni. Með handrit í vasanum? Já, ég hafði lokið við bókina og byrjaði nú að leita mér að útgefanda. Ég fór fyrst til Ragnars í Smára. Hann hafði handritið hjá sér nokkuð lengi, en skilaði því aftur með þeim ummælum, að þetta væri of hrátt til að vera útgáfuhæft. Ég nennti þá ekki að ganga fyrir fleiri mektarmenn, en hvarf að því ráði sem svo mörg ung skáld höfðu orðið að grípa til á undan mér: lét prenta bókina á minn kostnað. Og á lokadaginn 1949 kom Dymbilvaka út. Á hið nýstárlega yfirbragð Dymbilvöku að einhverju leyti rætur að rekja til er- lendra fyrirmynda? Ég kynntist nokkuð hinni nýju ljóðagerð svía veturinn sem ég dvaldist í Stokkhólmi, og 1947 hafði ég að áeggjan Steins þýtt slangur af ljóðum úr sænskum tímaritum: það voru ljóð eftir Éluard og langur bálkur eftir Nezval — Fimm mínútna leið frá bæn- um, sem birtist í RM. Síðan kom Steinn til mín með The Waste Land eftir Eliot og vildi fá það þýtt. Úr því varð ekki, eins og eðli- legt er. En það er ekki vafam'ál að rekja má áhrif frá The Waste Land í Dymbil- vöku. En hvað um myndir og mótív: eru þau að öllu leyti uppdiktuð eða sumpart sótt til veruleikans? Umhverfi Reykjanesvita hefur að sjálf- sögðu lagt þar eitthvað til, en að öðru leyti er mér ekki fyllilega meðvitað hvaðan mér komu þessar sýnir. Dymbilvaka er innspírer- uð bók en ekki unnin. Þetta er mín heims- mynd, kaótísk á margan hátt: í henni bland- ast efasemdir um kommúnismann, geðhrif í sambandi við misheppnaðar tilraunir til skáldsagnagerðar, ógnir kalda stríðsins og nýliðinnar heimsstyrjaldar, og sitthvað fleira sem mér væri ógerlegt að greina sundur. Heimur þessa ljóðs er mér nú jafn framandi og hverjum öðrum. En svo við snúum okkur aftur að bóka- útgáfunni ... ? Henni fylgdi óumflýjanlega sú kvöð að ger- ast einnig bóksali. Ég vann að því fram eftir sumri að selja bókina og gekk sæmilega. 1 júlíbyrjun réð ég mig sem háseta á síldarbát. Auðvitað fiskuðum við ekki neitt, og á miðri vertíð gekk ég úr skiprúmi. Um haustið fór ég aftur út í vita til að skrifa skáldsögu ... Þá hefurðu verið búinn að fá einhverja dóma fyrir Dymbilvöku? skýt ég inn í. Já, og þeir voru býsna misjafnir: allt frá bullandi skömmum upp í lof. En nú brá svo við að hrósið kom helzt frá þeim sem tak- andi var mark á, svo ég mátti vel við una. (Þegar ég tók að festa þetta viðtal á blað, fór ég á stúfana og gróf upp nokkra dóma um Dymbilvöku. Hér eru tvö sýnishorn, sitt úr hvorri áttinni; Birtingur 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.