Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 34

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 34
inn. En far þú að sofa og eyddu ekki svefn- tíma þínum í mas. Ég held nú síður, ég kem með þér. Ekki meir um það. Þeir héldu til árinnar framhjá steina- rústunum, sem voru sjóðheitar þó sólin væri naumast komin upp. Á jörðinni þar sem áður höfðu verið götur lá sofandi fólk í svitabaði og hraut. Það voru mestmegnis þorpsbúar, sem höfðu misst hús sín, gamal- menni, konur og börn, en líka nokkrir ein- angraðir eftirleguhermenn í leit að her- flokkum sínum. Gordon og Dúdorov læddust varlega milli sofandi mannanna. Talaðu lægra; þú vekur allt þorpið, en hættu nú við þvottinn. Og lágri röddu tóku þeir upp samræðurn- ar frá því um nóttina. Hvaða á er þetta? Ég veit það ekki. Ég hef ekki spurt. Kanske er það Zusa. Nei, það er ekki Zusa. Það er einhver önnur. Ég veit það ekki. Var það ekki við Zusa? Ég á við þetta með Kristínu? Jú, en annars staðar. Neðar. Það er sagt að kirkjan hafi gert hana að dýrlingi. Það Það var steinbygging kölluð „peningshúsin“. Raunverulega var þetta hesthús á ríkisbúi. Þetta nafn er orðið frægt. Gömul bygging með þykkum veggjum, sem Þjóðverjar höfðu styrkt og gert úr óverjandi vígi. Það- an höfðu þeir allt héraðið í skotfæri og stöðvuðu framrás okkar. Það varð fyrir hvern mun að ryðja hesthúsinu úr vegi. Kristínu tókst að komast inn í óvinaher- búðirnar, sprengdi hesthúsið í loft upp, náðist og var hengd. Af hverju hét hún Kristín Orlekov en ekki Dúdorov? Það var ekki tími til að gifta sig. Sumarið 1941 ákváðum við að gifta okkur eftir stríð- ið. Síðan hef ég verið á flækingi með hern- um. Það var alltaf verið að flytja herdeild- ina, sem ég var í og vegna þessara sífelldu flutninga frétti ég ekkert af henni. Ég sá hana aldrei eftir það. Það var eins og geng- ur, ekki fyrr en löngu seinna, að ég las um hetjudauða hennar í blöðunum og skýrslum hersins. Það á, skilst mér, að reisa henni minnismerki á þessum slóðum og ég hef frétt að bróðir Sjúrís, Zivagi generáll, sé hér að safna gögnum um málið. Fyrirgefðu, að ég skyldi taka framí fyrir þér. Þetta hlýtur að vera þér viðkvæmt mál. Það er það ekki. En tölum ekki meir um það. Ég vil ekki angra þig með því. Klæddu þig úr, fleygðu þér í vatnið og snúðu þér að þínum málum. Ég ætla að leggja mig á bakkann með puntstrá milli tannanna og hugsa. Kanske blunda ég. Nokkrum mínútum seinna tóku þeir aftur ur upp samræðurnar. Hvar lærðirðu að þvo? Neyðin kennir margt. Við vorum ekki heppnir. Við hefðum ekki getað lent í verri fangabúðum. Fáir okkar lifðu af fyrstu dagana. Við urðum að losa svo og svo marga járnbrautarvagna, þetta var á miðri snjó- breiðU og skógur í fjarska. Vopnaðir varð- menn stóðu yfir okkur með hunda. Nýir hópar komu daglega á sama tíma. Okkur var raðað i þríhyrninga í miðjum búðunum, bökin saman, til að koma í veg fyrir að við sæjum hver annan. Okkur var skipað að krjúpa á kné og það var dauðarefsing ef við litum við. Þá byrjaði nafnakallið endalaust Birtingur 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.