Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 32
endur Leikfélagsins hafa síður en svo misst
móðinn þótt verr gengi að leiða verk Tsé-
kov, Shaw, og Browning-þýðinguna til sig-
urs heldur en hið netta og smávægilega
skemmtileikverk Þjóðleikhússins um Tehús
Ágústmánans eða Tannhvassa tengda-
mömmu, nei kjarkurinn bilaði ekki heldur
fáum við nú að sjá Glerdýrin eftir Tenn-
essee Williams, fína sýningu Gunnars Han-
sen sem verðskuldar lof handa leikstjóra og
samstilltum leikendum Helgu Valtýsdóttur,
Gísla Halldórssyni og Kristínu önnu Þór-
arinsdóttur, og Jóni Sigurbjörnssyni og
leiktjaldamálaranum Magnúsi Pálssyni.
Það er sama sagan í Þjóðleikhúsinu. Það
er eins og leikhúsgestir margir hverjir álíti
það móðgun við sig ef það er ekki alltaf
verið að kitla þá í nefið með flíruskaparins
fiðurkústum svo þeir fái notið þess í mag-
anum að hlæja og hlæja. Það er eins og
þorrinn sé með kreppu í maganum, sem
einungis verði aflétt með ofsalegum hlátri.
Og af því að það kostar nú talsvert mikið
að fara í leikhúsið þá eru hin furðulegustu
tilefni sveigð til móts við þessa brýnu þörf
að hlæja.
Úr því maður talar um leiklist mætti
kannski geta þess að starf leikarans er
fimm sinnum verðmætara en sköpunarverk
rithöfundarins samkvæmt mati Ríkisút-
varpsins. Rithöfundur skrifar sögu: ef
þekktur leikari les hana í útvarpið, segjum
það taki hann 19 mínútur, honum eru
greiddar fjögur fimm hundruð krónur. En
mannræfillinn sem samdi söguna fær rúm-
lega 100 krónur fyrir efnið samkvæmt
samningi sem gilti síðast þegar ég vissi til.
En ef rithöfundur les sjálfur söguna myndi
hann fá samanlagt fyrir efni og flutning
talsvert miklu lægra en leikarinn fyrir það
eitt að lesa. Það er sama hversu vel höfund-
ur les sitt eigið verk, upplestur hans er
aldrei metinn til jafns við flutning leikar-
ans.
Og það er sama hve snjöll saga hans er,
hún er einskis metin í þeim stað.
(Skrifað í marzlok).
Birtingur 26