Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 44

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 44
prestsins í Messunni á Mosfelli eftir Einar Benediktsson og að þau Einar og Ólafía séu talin hafa fellt hugi saman. Sjálfsævisaga Ólafíu, sem hún kallar Frá myrkri til ljóss, er rituð til að sýna eftir hvaða krókaleiðum hún hafi öðlazt trúarvissuna, sem að hennar dómi felur í sér hina æðstu hamingju. Við lesturinn finnst manni, að bókin dylji eins mikið og hún birtir. Ólafía er fjölorð um störf sín og þróun hugsunar sinnar, en færra segir af tilfinningum hennar; þó nóg til þess að ijóst verður að hún hefur alla ævi borið miklu dýpri tilfinningar í brjósti til kvenna en karla. Ástæðan til þess er augljós, hún elst upp hjá skörungnum Þorbjörgu Sveins- dóttur en hefur lítið sem ekkert af karlkyns- ættingjum að segja í æsku. Lesandinn fær aðeins ófullnægjandi hug- mynd um þá trúarreynslu, sem Ólafía taldi hafa gerbreytt lífi sínu. Kjarni sinnaskipt- anna virðist vera alger undirgefni undir það sem hún telur vera vilja æðri máttar- valda og hún hafði áður strítt gegn með sumum þáttum eðlis síns. Einn áhrifamesti kaflinn í sjálfsævisögunni er lýsing á komu að Núpsstað, þar sem dóttir bónda var ný- dáin eftir fjögurra ára fangavist í vörzlu föður síns, sem læsti hana inni í kytru á bæjarlofti fyrir að ala barn í sínum garði. Þessi fáheyrða grimmd og líknarstarf Ólafíu sjálfrar í Osló virðast í fljótu bragði algerar andstæður, en sé betur að gáð kemur í ljós að um er að ræða baráttu með ólíkum með- ulum við mannlega frumhvöt, „munaðar- syndina" kallar Ólafía hana og finnst hún ímynd alls hins illa. þolraunir Ebenezer Henderson: Ferðabók, Snæbjöm Jónsson þýddi. Snæbjörn Jónsson & Co. h.f. Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson: Hrakn- ingar og heiðavegir IV. Norðri. Jörgen Andersen-Rosendal: Góða tungl. Konur og ástir í Austurlöndum. Hersteinn Pálsson þýddi. Bókfellsútgáfan. Erling Brunborg: Um ísland til Andesþjóða. Hersteinn Pálsson bjó til prentunar. Norðri. P. H. Fawcett: í furðuveröld. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Ferðabókaútgáfan. Ævintýraþráin á sízt minni þátt í vinsæld- um ferðasögubókmennta en fróðleiksfýsnin. Ferðasagan gerir hverjum sem er fært að kynnast í makindum heima hjá sér baráttu annarra við framandi umhverfi og torveldar leiðir. Fyrir 140 árum gátu ótrauðustu ferða- langar fengið sig fullsadda af langferðum um Island. Ebenezer Henderson lenti í hverj- um lífsháskanum á fætur öðrum, þegar hann var að færa íslendingum Biblíuna, en hann taldi það ekki eftir sér vegna málefnisins. Svo er fyrir að þakka að hann kom hingað tygjaður fleiru en trúarhita. Hann hafði aflað sér mikillar þekkingar á sögu og bók- menntum Islendinga og var náttúruskoðari af guðs náð. Athyglisgáfa hans, góðvild og yfirlætisleysi gera ferðabók hans eina þá merkustu og skemmtilegustu, sem útlending- ur hefur ritað um Island. Þessi ómetanlega menningarsögulega og náttúrufræðilega heimild hefur nú verið þýdd og gefin út af mikilli vandvirkni. Seint verður þó girt fyrir villur í slíku verki. Undirritaður rakst á að ekki er rétt farið með tvö örnefni á Barða- strönd. Dalurinn sem kallaður er Morárdal- Birtingur 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.