Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 45

Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 45
ur í bókinni heitir Mórudalur og fjallið sem kallað er Hagafjall heitir Hagatafla. Komin eru út fjögur bindi af frásögnum af hrakningum og mannraunum í ferðalög- um á íslandi. Fjórða bindið ber það með sér að farið er að skafa löggina af þess- konar efni. Nokkrir þættir, svo sem þeirra Þorsteins Jósefssonar, Petrínu S. Guðmunds- dóttur og Sigurðar Jónssonar frá Brún, bera af um efni og framsetningu, en mikið af því sem hér er birt á ekki neitt erindi á prent. Frágangur á bókinni er ekki góður. Athuga- semdum við þætti úr fyrri bindum er dreift innanum annað efni, og prófarkalesturinn má marka af því að rætt er um hundafár á Norðurlandi 1955—56, en skömmu síðar kemur í ljós að sögumaður leggur upp í hundaöflunarleiðangur til Suðurlands 9. marz 1856. Hersteinn Pálsson er meiri hamhleypan. Auk þess sem hann stjórnar dagblaðinu Vísi hristir hann það fram úr erminni að þýða stríðan straum af erlendum ferðabókum. Það væri synd að kalla þýðingar hans nosturs- legar, en þær eru víða fjörlegar, þótt stíllinn mætti að skaðlausu vera blæbrigðaríkari. Bókin um konur og ástir í Austurlöndum er svo æsilega úr garði gerð að maður býst við ómerkilegri og ósmekklegri þvælu, en svo kemur á daginn að þarna er elskulegur og gáfaður Dani að opna evrópskum lesend- um framandi heim og gerir það af nær- gætni, fyndni og smekkvísi. Hann kann sann- arlega að segja sögu og veit að sambúð kynj- anna er, hefur verið og verður alltaf merki- legasta söguefnið. Erling Brunborg er sannur landshorna- maður, reiðubúinn að hætta lífi sínu til að komast hjá að borga einhverja smáupphæð, greiðsla væri brot á lögmáli flakksins. Hann er oft ungæðislegur og forðast að leggjast djúpt, en hugrekkið og seiglan hljóta að vekja aðdáun. Það eitt að leggja leið sína um Island, þegar ferðinni var heitið frá Noregi þangað sem bananarnir veita næst- um ókeypis næringu, ber vott og geðslag hins sanna ævintýramanns. Stundum verður þeirri hugsun ekki varizt, að þeir ferða- félagarnir leiti uppi óþægindin óþægindanna vegna, til þess að geta þeim mun betur sann- að karlmennsku sína og ráðkænsku. Þrátt fyrir allt fellst maður á það að loknum lestri um tveggja ára flakk frá Hudsonflóa suður til Bólívíu, lengst af hálfmállaus í Suður- Ameríku, að betur hafi verið farið en heima setið, úr því að þessi bók varð ávöxtur ferðalagsins. Minningar Fawcett ofursta, sem sonur hans hefur gefið út, eru af allt öðrum toga. Sviplegt hvarf hans og manna hans í frum- skógum Brasilíu er búið að vera óráðin gáta í þrjá áratugi. Alltaf eru einhverjir grillu- fangarar af sauðahúsi ofurstans að koma fram með skýringar á hvarfi hans, en þær hafa reynzt jafn haldlitlar og hugmyndir hans um fólgnar borgir, sem geymdu lykil- inn að menningu Inkanna og sönnuðu sögn- ina um Atlantis. Fawcett var harðduglegur ferðamaður, sómakær og skyldurækinn, en óþarflega trúgjarn á sögur af tröllauknum kyrkislöngum, dularfullum fyrirbærum og fólgnum fjársjóðum. Lýsingar hans á þræla- haldinu á gúmmíræktarsvæði Suður-Ameríku eru einn af mörgum vitnisburðum um villi- 39 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.