Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 4
biskup og- Árni Oddsson búnir að smíða ágætan kafbát og eignast tundurskeyti þegar Bjelke höfuðsmaður kom hingað með Kópavogs- samninginn. Þér er óhætt að trúa því, að mér leið notalega þegar ég var að láta Pál postula hlunka á rómverja og Brynjólf og Árna sprengja danska herskipið í loft upp. Tveimur árum síðar var ég orðinn nokkru raunsærri. Ég skrifaði þá dálitla skáldsögu, Mannlífs- brautir, sem lauk á hátíðlegan hátt í kirkjugarði. Allar söguhetjurnar voru komnar undir græna torfu, saddar lífdaga. Fórstu snemma til Reykjavíkur? Það mun hafa verið í sláttulok 1933, að mér fannst ég þurfa að koma eigum mínum í lóg, tæpum þrjátíu krónum í peningum og lambi á fjalli. Ég ákvað að gerast rithöfundur og lagði á stað til Reykjavíkur, þar sem tvær systur mínar voru um þær mundir, báðar sjúklingar. Þetta tiltæki í miðri kreppunni þótti háski og óráð, sem vonlegt var, en elzta systir mín skildi mig fullkomlega og reyndi eftir mætti að hafa hönd í bagga með mér. Ég skrifaði eins og ég ætti lífið að leysa, rubbaði upp á daginn og hreinritaði á kvöldin. Seinnipartinn í nóvember sló ég botninn í alllanga skáldsögu, sem hét hvorki meira né minna en Borgir hugsjónanna. Ég hafði víst talsverðan hjartslátt þegar ég var að arka með handritið milli útgefenda, enda lá mikið við að koma því undireins fyrir almenningssjónir og fá eitthvað fyrir það. Bókin hefur áreiðanlega verið glórulaust bull og rugl, og auð- vitað vildi enginn útgefandi líta við henni. I febrúar tókst mér loks að fá vinnu á Álafossi, en þá var ég reyndar búinn að skrifa aðra ónýta skáldsögu og margar barnasögur. Ólafur Bergmann Erlingsson valdi síðan skástu sögurnar úr þeirri syrpu og bjó þær til prentunar, gaf út kverið Við Álftavatn í september og reyndist mér hinn bezti drengur í hvívetna. Það hefur verið mikill viðburður fyrir ungling að sjá bók eftir sig á prenti ? Ég var ákaflega sæll, gekk eins og í draumi í nokkra daga. Þykir þér eins gaman að gefa út bók núna? Nei, öðru nær! Ég kvíði fyrir því að senda bók eftir mig í prentsmiðju. Mér finnst ævinlega, að ég hlyti að geta bætt hana, ef hún lægi lengur hjá mér í salti. Hvöttu ekki ýmsir þig til að skrifa á þessum árum? Ég vil sérstaklega nefna tvo menn, Aðalstein Sigmundsson kennara og Benedikt Björnsson frá Víkingavatni. Ég kynntist Aðalsteini aust- 2 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.