Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 8
Þú hefur ekki kosið að mennta þig í skóla. Hyggur þú ekki hollt fyrir rithöfunda að sitja á skólabekk? Ég get varla sagt, að ég hafi verið í barnaskóla, ef miðað er við fyrirkomulag í kaupstöðum.Það var sem sé farkennsla í minni sveit og lögboðinni fræðsiu troðið í krakkana á helmingi skemmri tíma en i þéttbýli. Foreldrar mínir höfðu engin tök á að styrkja mig til náms þegar eftir fermingu, haustið 1932. Þremur árum síðar mundi ég að vísu hafa átt kost á að njóta einhverrar skólakennslu hér í Reykja- vík, ef ég hefði getað hugsað mér að fara að liggja upp á vanda- lausum fjölskyldumanni. Ég ákvað að reyna heldur að mennta mig sjálfur smám saman, hef verið að þuma við það fram að þessu og lýk því víst seint eða aldrei. Hvort ég telji hollt fyrir rithöfunda að sitja á skólabekk? Ég er ekki enn orðinn svo belgdur og innanfeitur, að ég finni köllun hjá mér til að útbýta heilræðum handa rithöfund- um. Islenzkt þjóðlíf hefur gerbreytzt, sem betur fer, nú er næg at- vinna og mörgum sinnum auðveldara urn alla útvegi en fyrir aldar- fjórðungi. Ef ég væri fimmtán ára í dag, mundi ég einsetja mér að ljúka stúdentsprófi. Á hinn bóginn vorkenni ég öngvum manni, og sízt rithöfundi, að afla sér nokkurrar menntunar án þess að hafa sveittan kennaraskara yfir sér, enda þótt sú aðferð kunni að reynast seinleg og tímafrek. Það er að minnsta kosti algert sjálfskaparvíti að vera eins og álfur út úr hól, þegar aðeins þarf að læra að lesa tungu- mál einhverrar stórþjóðar til að geta notfært sér næstum því ótak- markaðan bókakost um öll hugsanleg efni. Einhverntíma fórstu til Bandaríkjanna, trúi ég? Já, ég var einn vetur í New York á styrjaldarárunum og sótti þar meðal annars fyrirlestra um bókmenntir, sem mundu ugglaust hafa haft meiri áhrif á mig en raun varð á, ef ég hefði ekki verið orðinn hálfþrítugur. Mér þótti samt mjög fróðlegt að hlusta á Manuel Kom- roff rithöfund, sem ýmsir munu kannast við, og Dorothy Brewster prófessor, sem hefur skrifað talsvert um nútímaskáldsögur. Mér þótti einnig fengur að kynnast þarna ágætu fólki, til dæmis mörgum aust- urlandabúum, gáfuðum og frjálslyndum námsmönnum, auk þess sem stórborgarlífið var mér nýlunda. Og pólitíkin — ekki megum við gleyma henni! Hefur hún haft mikil áhrif á rithöfundarferil þinn? Það er nú líkast til, enda hef ég ekki átt því láni að fagna að búa á ópólitískri plánetu. Hversvegna ég hallaðist að sósíalisma? Ja, sumir halda því fram að lífsviðhorf manna mótist að verulegu leyti á barns- aldri. Ég var sæmilega að mér í Nýja testamentinu og kunni fjall- 6 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.