Birtingur - 01.12.1958, Síða 9

Birtingur - 01.12.1958, Síða 9
ræðuna utanbókar þegar ég var drengur. Ég hafði mikinn áhuga á íslandssögu og mannkynssögu, eins og ég minntist á áðan. Ég las einnig aftur og aftur Þyrna og Málleysingja Þorsteins Erlingssonar. Mér þykir trúlegt að viðhorf mitt til lífsins væri öðruvísi, ef ég hefði alizt upp við peningadýrkun, glæpasögur og hasarblöð. Það má bæta því við, að kreppan var strangur kennari. Ég sannfærðist um það ungur, á ósköp alþýðlegan hátt, að enginn þyrfti að þola fátækt, ef auðæfi þessarar jarðar væru nýtt skynsamlega. Síðan hafa runnið svo margar stoðir undir þessa sannfæringu mína, að hún mun ekki haggast héðan í frá, — eða var nokkuð verið að spara í síðari heims- styrjöld, og ber kannski vígbúnaðaræðið vitni um þröngan efnahag, litla landkosti á þessari jörð? Nei, það er satt, ég er ekki eins bjart- sýnn og forðum. Mér finnst að mannkynið hafi átt eitthvað skárra skilið eftir ógnir styrjaldarinnar en þrotlausan hatursáróður og kapp- hlaup um framleiðslu gereyðingarvopna, eða harmleiki á borð við þá, sem gerzt hafa í Kóreu, Indókína, Alsír, Ungverjalandi og á Kýpur. Hvernig getur hrifningin af ofboðslega dýrum gervitunglum austurs og vesturs verið sársaukalaus meðan börn svelta? Ég er ekki gæddur neinni spádómsgáfu og veit því ekki hvort þetta hnattkorn okkar verður innan skamms gert óbyggilegt, en mér heyrist samanlagður boðskapur leiðtoga mannkynsins hljóða svo: Vörumst endurskoðun og endurmat eins og djöfulinn sjálfan! lærum ekki af reynslunni! höld- um áfram að hata hverjir aðra og ramba á barmi glötunar! Þrátt fyrir þennan boðskap er ég í hópi þeirra fáráðlinga, sem leyfa sér að vona í kyrrþey, að lífið muni enn reynast sterkara en dauðinn. Til dæmis er ekki loku fyrir það skotið að flughröð tækniþróun geri það öldungis óhjákvæmilegt að vísindamenn taki æ meiri þátt í skipan heimsmála. Eigum við að tala svolítið um frjálsræði andans? Er það ekki óþarft? Eru ekki þeir landar okkar búnir að taka að sér að vernda frjálsræði andans, sem unnu því svona rétt í meðallagi fyrir skemmstu og tömdu sér dálítið hæpinn vopnaburð, gott ef hann minnti ekki stundum á McCarthy sáluga? Ætli við megum ekki eiga von á auglýsingu frá þeim í næsta Lögbirtingablaði, að þeir hafi einkarétt á því að vernda frjálsræði andans? Auglýstu ekki sumir þeirra virðulegar hugmyndir sínar um þetta frjálsræði, þegar þeir voru að stofna hér PEN-deild í fyrra? Auk þess er þér fullkunnugt, að ég mæli ekki bót neinni skerðingu á andlegu frjálsræði, hvort sem slíkur ófögnuður kemur frá stjórnarvöldum eða þröngsýnum og áleitnum klíkum, sem tala hátt um lýðræði og eiga það jafnvel til að kenna sig við listir. Hvað ég segi um rithöfunda eystra og Boris Birtingur 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.