Birtingur - 01.12.1958, Side 13

Birtingur - 01.12.1958, Side 13
framið veruleg spjöll á íslenzkri tungu. Ég reyni einnig að telja mér trú um, að mér kunni að auðnast að skrifa eina og eina þokkalega setningu í þeim fjórum bókum, sem mig langar til að setja saman áður en ég hætti ritstörfum. Ævi manns er hörmulega stutt og tíminn alltof fljótur að líða. Eftir tíu ár verð ég orðinn grár og gamall, fimmtugur andskoti, sveiattan! Vonandi nær þó fordild ellinnar aldrei slíkum tökum á mér, að ég fari að garfa í því af mikilli íþrótt að jafnmargar orður hlaðist nú á hægri þjóhnappinn á mér eins og þann vinstri. Þú ert ötull stangveiðimaður ? Mér leiðist í Reykjavík, ekki sízt í góðu veðri, vildi þá helzt vera aust- anfjalls, einhversstaðar í námunda við bernskustöðvarnar og hann Steingrím vin minn. Þessvegna segi ég stundum við sjálfan mig á sumrin: Tak stöng þína og gakk! Þetta ættir þú að gera líka. Það er víða unaðslega fagurt hjá ám og vötnum. Færðu annars nokkurntíma bröndu? Ég anza ekki svona skensi. Ætli ég kannist ekki við tóninn! Birtingur 11

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.