Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 17

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 17
seytla þeir út og greinast um bol og limi hvers einstaks listaverks, geg-n- sýra það, gefa því persónulegan blæ ekki síður en þeir leggja áherzlu á samhengi margra. Hver einstök mynd, sem er stíllaus, er eins og gervihnöttur, sem ekki hefur komizt á braut sína. Hún hrekst til og frá án þess að ná nokkurn tíma sambandi við hið kerfisbundna líf í kring- um sig. Það er til marks um vald Sigurjóns á efniviðnum, sem hann hand- leikur, að hann lætur sér ekki nægja að steypa myndir sínar í hið ytra stílmót einvörðungu, heldur þrengir hann hringinn um lífsneistann, sem er að kvikna í greip hans. Ef til vill væri betra að orða þetta á annan veg: Myndhöggvarinn sleppir ekki takinu á hráefnisklumpnum fyrr en búið er að gefa honum í meginatriðum það form, sem á að standa óhaggað. Ef myndin er höfuð, er formið: kúla. Ekki hreint kúluform heldur náið afbrigði af því. Á kúlunni sitja nokkrar hæðir og dældir: nef, munnur, eyru, kjálkar, hárlubbi. Þær leiða athygli að lögun kúl- unnar og lyfta tilveru hennar á æðra stig. Þannig má lýsa því í fáum dráttum, hvernig plastísk formheild verður til í sinni einföldustu mynd. I portrettum Sigurjó.ns rekumst við á hana hvað eftir annað. Grásteinshnullungarnir, sem skýrðir hafa verið nöfn- um Sigurðar Nordals og Ásgríms Jónssonar, eru ágæt dæmi um hana. Þeir eru ómenguð grunnform að viðbættum nokkrum skýrum en fín- gerðum andlitsdráttum mannanna tveggja. Engir skarpir skuggar rjúfa heildina, engar stingandi rákir. Eða óhæfilega djúpir skurðir, sem særa yfirborð steinsins. Hann ræður ferðinni sjálfur að langmestu leyti. Þannig eru vinnubrögð Sigurjóns yfirleitt. Og maður sannfærist því betur um gildi þeirra, þeim mun dýpra sem maður skyggnist undir yfir- borðið. 1 portrettmyndunum, sem fyrst eru mótaðar í gips eða leir en síðan steyptar í brons, beitir Sigurjón annarri aðferð. Ég beini athyglinni að portrettinu af móður hans frá gömlum dögum og myndinni af séra Friðriki Friðrikssyni, sem listamaðurinn gerði fyrir örfáum árum. Þegar maður virðir þær fyrir sér gaumgæfilega rekur maður augun í tilhneig- ingu myndhöggvarans til að ummynda hráefnið á miklu frjálslegri hátt en steinhnullungana, enda hefur það aldrei átt sér náttúruform á sama hátt og þeir. Hin fjölmörgu smáatriði, sem dregin eru fram í dagsljósið, virðast beinlínis vera mótuð í anda natúralismans: andlitshrukkur, skegg- hár, prestskragi, jafnvel hólkur og skraut á höfuðbúnaði. Manni er spurn: Hefur Sigurjón Ólafsson svona næmt auga fyrir manngerðum og skringi- legu útliti einstaklinga, að hann láti það villa sér sýn? Lætur hann auka- atriði bera aðalatriði ofurliði að hætti strangtrúaðra natúralista? Svo er ekki. Maður verður aldrei var við, að þessar myndir séu stirðbusalegar. Aftur á móti eru þær mjög mannlegar. Hrukkurnar og andlitsfelling- Birtingur 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.