Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 19
arnar eru einungis fjölbreytileg tilbrigði við hið máttuga stef: höfuð-
skallann, sem allsstaðar er afhjúpaður í miskunnarlausri nekt sinni,
undarlegri og fallegri lögun. Þær eru eins og veikur gulur litur við hlið
sterks blás litar. Eða reisuleg bygging á víðavangi í nágrenni mela og
fjalla. Þótt það kunni, ef til vill, að hljóma sem öfugmæli, þá er jötnin-
um stundum styrkur að nálægð hins grannholda og hlédræga.
Það er athyglisverð staðreynd, að sumir menn, sem kunna að meta
plastíska formheild, er líkist að einhverju leyti hlutum úr umhverfinu,
geta alls ekki sætt sig við hreinræktaða „abstraktmynd". Þeir ættu að
staldra við um stund. Á sýningu Sigurjóns verður semsé augljóst, að
grunnform portrettmyndar og fígúrumyndar getur verið nákvæmlega
eins og grunnform abstraktmyndar. Munurinn er aðeins sá, að þegar
listamaður velur sér abstrakttjáningarform, setur hann ekki nef, augu
eða skegghár á kúluna til að draga hana nær fyrirmyndinni, heldur bætir
hann við annarri kúlu eða annarri sporöskju eða afbrigði af henni. Og
þar fram eftir götununr. Ég hef einhversstaðar látið liggja að því, að
þessi myndhöggvari gæti ekki sagt skilið við hin þekkjarrlegu form nema
list hans biði við það varanlegan lrnekki. Á sýningunni má finna myndir
senr styðja þessa skoðun. En þar eru líka önnur og nýrri listaverk, sem
kollvarpa henni jafnskjótt og búið er að punta hana og stilla henni upp
á pall til sýnis. Ég hirði ekki um að nefna mörg dæmi til skýringar þess-
um orðum en læt nægja að minnast á myndir, sem snerta sjálfan nrig
dýpst. Krían, senr leggur undir sig loftin eins og eldflaug, og Finngálknið,
er sópar jörðina sýknt og heilagt, eru á sinn hátt jafn sjálfstæð listaverk
og rnargar portrettmyndanna. Og það sem meira er: Þær benda eindregið
til einhverra framtíðarhugmynda, sem við skynjum ekki enn nema að
mjög takmörkuðu leyti. Ég vona að engum komi í hug, að ég sé að tala
um nöfnin og það, sem felst að baki þeirra: hraða lífsins, kapphlaup
þjcða og einstaklinga um alla skapaða og óskapaða hluti, þægindakennd
vélamennskunnar. Ég er að tala unr kúlurnar á stálvængjunum, stálvæng-
ina á kvistóttu spýtunni, senr vísar til lofts og glampar í sólinni eins og
sverðsblað. Ég hef ekki séð þetta fyrr. En um leið og ég kenr auga á
það finn ég, að það hefur alltaf lifað innra með mér, einhversstaðar.
Birtingur
17