Birtingur - 01.12.1958, Síða 23

Birtingur - 01.12.1958, Síða 23
hugmynd um hvar þessir höfundar hafa verið með hugann og hvers konar skáldskap og boðskap þeir hafa viljað koma á framfæri við sitt fólk. I þessari bók eru ljóð fyrst og fremst eftir róttæk skáld, sem jafn- framt hafa brotið nýjar brautir í ljóðlist. Hitt er svo athugandi: hvort lífsviðhorf okkar hafi komið eins skýrt fram í verkum okkar sjálfra og eðlilegt mætti teljast, og ef svo er ekki, hvernig á því geti staðið. Ilannes: Það er einmitt það. Nú finnst mér, að við lifum ákaflega örlagaríka tíma. Og það er mjög merkilegt, næstum dularfullt, hvað þess gætir lítið í okkar skáldskap. Og ég efast mjög um það, að þessi bók spegli okkar vandamál á nokkurn hátt. Jón Óskar: Hún gerir það á vissan hátt, sjáðu til. Það kemur að minnsta kosti fram í þessu húmanistískt sjónarmið, sem greinilegt er að þessir höfundar hafa tileinkað sér og talið einhvers virði að koma á framfæri. Og mér finnst líka, að sjá megi á Birtingi slíkan húmanistískan blæ. Ilannes: Já, já, því verður ekki neitað. Jón Óskar: Og það finnst mér vera aðalatriðið núna, eins og málum er háttað í heiminum: að prédika húmanisma. Hannes: Já, en h'ka að berjast: ydda vopnin og berjast af töluverðri hörku gegn mannúðarleysinu. Það er það sem skortir á, finnst mér, ef mér leyfist að gagnrýna mig og ykkur. Bragi: Já, það er einhvern veginn eins og enginn finni vin sinn lengur. 29. nóv. I kvöld komu þeir í heimsókn Jóhann Hjálmarsson, Ari Jósefsson og Jón frá Páimholti. Meðan við vorum að drekka úr kaffibollunum, lét ég segul- bandið þylja í eyru þeirra það, sem okkur fjórmenningunum hafði farið á milli, og sagði síðan: Jæja, segið þið nú ykkar álit, ungu menn. Ari: Mér finnst koma þarna fram anzi mikill misskilningur gagnvart Sósíal- istaflokknum í herstöðvamálinu til dæmis, vegna þess að hann hefur nú notað þennan tíma til annars. Með því að hanga áfram í ríkisstjórninni og láta þá hermálin ganga svona eins og þau hafa gengið hefur flokkur- inn getað notað þennan tíma til þess meðal annars að færa út landhelg- ina. Og við getum alls skki stimplað hann svikara, fyrr en hann hefur brugðizt. Ef sósíalistar náttúrlega híma út kjörtímabilið án þess að gera gangskör að því að herinn fari, þá eru þeir svikarar, fyrr ekki. Bragi: Það sjá allir, að möguleiki stjórnarinnar að reka burt herinn er þegar um garð genginn, þar sem uppsagnarfrestur herstöðvasamningsins er 18 mánuðir. Það er óhugsandi, að Sósíalistaflokkurinn geti á hálfum mánuði sem enn er til stefnu knúið fram efndir á alþingissamþykktinni, þegar hann er búinn að sofa á málinu í hálft þriðja ár og lama alla baráttu gegn hernáminu með deyfð sinni og undanslætti. Ari: Jú, hann getur sett á samstarfsflokkana þá skrúfu, að ef þeir samþykki Birtingur 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.