Birtingur - 01.12.1958, Page 24

Birtingur - 01.12.1958, Page 24
Bragi: Ari: Jóhann: Ari: Jóhann: Ari: Bragi: Ari: Bragi: Ari: ekki að láta herinn fara, segi hann sig úr stjórninni. Mér finnst ekki að öllu óskynsamleg þessi pólitík Sósíalistaflokksins. En ef herinn fer ekki á kjörtímabilinu, getur flokkurinn ekki bjargað sér á annan hátt en þann að fara úr stjórninni. Siíkt væri ekki annað en sýndarmennska að mínu áliti: flokkurinn hefur þegar brugðizt þjóðinni með framkomu sinni á undanförnum árum. Hann hefur horfið frá þeirri kenningu, sem hann hamraði á viðstöðulaust í heilan áratug: að þetta væri mál málanna. En meðal annarra orða: hver er afstaða ykkar til tillögu, sem Jón úr Vör hefur komið fram með, að stofnað verði félag, sem setji sér það mark að hefja að nýju hinn íslenzka málstað: félag róttækra rithöfunda, sem trúa ekki á óskeikulleik neinna pólitískra páfa, en telja sjálfsagt að snúast gegn því sem gerist í sósíölsk- um ríkjum, ef það brýtur í bág við hið mannúðlega inntak sósíalismans, og anza ekki heldur neinum flokksboðum, sem krefjast þess að menn framfylgi stefnu flokksforystunnar, hvort sem þeim finnst hún rétt eða röng? Mér finnst nauðsynlegt, að slíkt félag verði stofnað. Það þýðir ekkert. Við þurfum einmitt að losa okkur við þetta fagurfræðilega dútl, sem þú ert alltaf að prédika. Það er allt of lítið og lélegt hlutskipti. Eins og skáldskapur spegli ekki alltaf þjóðfélagsmál, þótt hann fjalli um eitthvað annað. Mér finnst hún hafa stungið sér allt of víða niður nú í seinni tíð þessi vitlausasta setning, sem sögð hefur verið um list, nefnilega: listin fyrir listina. Ég verð að viðurkenna, að ég hef aldrei skilið við hvað menn eiga með þessu: listin fyrir listina. Ég get ekki fallizt á að til sé annars vegar list fyrir listina, hins vegar list fyrir lífið. öll hlutgeng list er lífinu mikils- verð, og öll óhlutgeng ,,list“ er lífinu lítils virði. Eða hvað er þetta eigin- lega sem menn kalla list fyrir listina? Ja, er það ekki svipað og maður settist að á eyðieyju og skrifaði sín ljóð fyrir sjálfan sig? Hann skrifaði þau þá ekki fyrir listina, heldur þann eina mann sem byggði þessa eyðiey, með öðrum orðum fyrir lífið. Eftir því sem ég kemst næst hugsa þeir, sem sífellt eru að hamast gegn „listinni fyrir listina“ eitthvað á þessa leið: aðalatriðið er, að kveðskapurinn sé notadrjúgur fyrir „lífið“, sem þeir kalla svo, hitt er aukaatriði, hvort hann er full- gildur skáldskapur eða ekki, raunveruleg list eða ekki. Þannig berjast þeir vitandi eða óvitandi fyrir því, að lífinu séu gefnir steinar fyrir brauð. En það er móðgun við fólk að bjóða því blóm, þegar það þarf kartöflur. 22 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.