Birtingur - 01.12.1958, Síða 24

Birtingur - 01.12.1958, Síða 24
Bragi: Ari: Jóhann: Ari: Jóhann: Ari: Bragi: Ari: Bragi: Ari: ekki að láta herinn fara, segi hann sig úr stjórninni. Mér finnst ekki að öllu óskynsamleg þessi pólitík Sósíalistaflokksins. En ef herinn fer ekki á kjörtímabilinu, getur flokkurinn ekki bjargað sér á annan hátt en þann að fara úr stjórninni. Siíkt væri ekki annað en sýndarmennska að mínu áliti: flokkurinn hefur þegar brugðizt þjóðinni með framkomu sinni á undanförnum árum. Hann hefur horfið frá þeirri kenningu, sem hann hamraði á viðstöðulaust í heilan áratug: að þetta væri mál málanna. En meðal annarra orða: hver er afstaða ykkar til tillögu, sem Jón úr Vör hefur komið fram með, að stofnað verði félag, sem setji sér það mark að hefja að nýju hinn íslenzka málstað: félag róttækra rithöfunda, sem trúa ekki á óskeikulleik neinna pólitískra páfa, en telja sjálfsagt að snúast gegn því sem gerist í sósíölsk- um ríkjum, ef það brýtur í bág við hið mannúðlega inntak sósíalismans, og anza ekki heldur neinum flokksboðum, sem krefjast þess að menn framfylgi stefnu flokksforystunnar, hvort sem þeim finnst hún rétt eða röng? Mér finnst nauðsynlegt, að slíkt félag verði stofnað. Það þýðir ekkert. Við þurfum einmitt að losa okkur við þetta fagurfræðilega dútl, sem þú ert alltaf að prédika. Það er allt of lítið og lélegt hlutskipti. Eins og skáldskapur spegli ekki alltaf þjóðfélagsmál, þótt hann fjalli um eitthvað annað. Mér finnst hún hafa stungið sér allt of víða niður nú í seinni tíð þessi vitlausasta setning, sem sögð hefur verið um list, nefnilega: listin fyrir listina. Ég verð að viðurkenna, að ég hef aldrei skilið við hvað menn eiga með þessu: listin fyrir listina. Ég get ekki fallizt á að til sé annars vegar list fyrir listina, hins vegar list fyrir lífið. öll hlutgeng list er lífinu mikils- verð, og öll óhlutgeng ,,list“ er lífinu lítils virði. Eða hvað er þetta eigin- lega sem menn kalla list fyrir listina? Ja, er það ekki svipað og maður settist að á eyðieyju og skrifaði sín ljóð fyrir sjálfan sig? Hann skrifaði þau þá ekki fyrir listina, heldur þann eina mann sem byggði þessa eyðiey, með öðrum orðum fyrir lífið. Eftir því sem ég kemst næst hugsa þeir, sem sífellt eru að hamast gegn „listinni fyrir listina“ eitthvað á þessa leið: aðalatriðið er, að kveðskapurinn sé notadrjúgur fyrir „lífið“, sem þeir kalla svo, hitt er aukaatriði, hvort hann er full- gildur skáldskapur eða ekki, raunveruleg list eða ekki. Þannig berjast þeir vitandi eða óvitandi fyrir því, að lífinu séu gefnir steinar fyrir brauð. En það er móðgun við fólk að bjóða því blóm, þegar það þarf kartöflur. 22 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.