Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 28
ir nema pólitíkusarnir. Þess vegna verðum við að skóla pólitíkusana og
kenna þeim að makka rétt.
1. des. Að kvöldi fullveldisdagsins leit Stefán Hörður inn. Þegar ég hafði leyft
honum að heyra samræður okkar kumpána, sagði ég við hann: Hvernig
lízt þér nú á, Stefán Hörður? I stað þess að svara mér beinlínis, sneri
hann sér undan og hóf einræður við hljóðnemann, og þegar ég fór að for-
vitnast um hverju hann hefði trúað honum fyrir, heyrði ég rödd skálds-
ins segja hægt og þó hiklaust, eins og þjálfaður samkvæmisræðumaður
væri að tala:
Ég hef heyrt menn tala um listir. Ég man nú næstum ekki neitt af því,
en ég man þó að menn voru að tala um listina fyrir listina. Mér skildist
á öllu, að menn væru yfirleitt á móti listinni fyrir listina. Þetta var nú
ágætt hjá Braga: hann virtist rökstyðja það mjög vandlega, að það sé
eiginlega ekki til nein list fyrir listina, og mér skildist á orðum hans, að
það væri ekki nauðsynlegt að éta listina. Samt yrði hún að vera fyrir
lífið. Þeir minntust þarna á kartöfluna. Þá datt mér í hug málverk
van Goghs: Kartöfluæturnar. Þar eru kartöflur, hafa verið þarna lengi,
og það er aldrei búið að éta þær, en menn geta alltaf fengið nægju sína
af þeim samt. Annars hef ég nú aldrei séð þær, nema í einhverri mynda-
bók. Svo ætla ég að óska þessum ungu mönnum til hamingju með alvar-
legheitin (þó að þeir hafi verið leiðinlegir), vegna þess að ég held, að
þessi alvarlegheit hafi hjálpað þeim til sigurs. Það er náttúrlega ákaflega
leiðinlegt að taka sjálfan sig alvarlega, en samt er það nú svo, að þessir
lausbeizluðu stráklingar eru farnir að verða svolítið fastir fyrir: það
er farið að taka tillit til þeirra. En aftur á móti veit ég ekki hver fjand-
inn er orðinn af hinum, sem var tekið mikið tillit til fyrir svona tíu
árum síðan. Þeir voru langtum gáfaðri þá og margir af þeim líklega
betri skáld, en þeir hafa bara alveg týnzt. Þess vegna óska ég þessum
ungu mönnum til hamingju: þeir hafa borið þetta fram til sigurs. Þeir
þurfa ekkert að vera voðalega armæðufullir, þó að þeir fái ekki mikið
í ritlaun, því að þeir hafa þegar unnið sigur. Og nú er bara að njóta
sigursins. Húrra!
Svo talaði Stefán Hörður. En áður — meðan við vorum að hlusta —
hafði Jónas Svafár stigið ofurhljóðlega inn á pallinn með jólakort undir
hendi og skeggbursta undir nösum. Þegar Stefán Hörður hafði gefið
sitt goðsvar, spurði ég: hefur þú ekki eitthvað til málanna að leggja,
Jónas?
Jónas: Ja, það er þetta með listina fyrir listina eða lífið: mér finnst að listin
fyrir listina sé eiginlega öll gömul list, öll gömul form, en listin fyrir
lífið það sem heldur áfram, afbrigðilegt eða háð aðstæðum líðandi stund-
26
Birtingur