Birtingur - 01.12.1958, Síða 29
ar. Nú, mér hefur fundizt mjög fróðlegt að hlusta á þetta, þó að það séu
alls konar fídusar, sem spila með í þessu: pólitík allt of mikil.
Bragi: Þú ert nú soddan galgenfógel. Það sýnir þó, að pólitíkin sækir fast á hugi
þessara ljóðamanna, sem margir telja að lifi alltaf í heimi draumsins.
Þú varst nú fjandanum pólitískari á sinni tíð.
Jónas: Já, maður vex upp úr þessu; sér þetta í gegn líka; það er náttúrlega
nauðsynlegt: þetta er ems og að ganga í barnaskóla, maður tekur ein-
hvern tíma próf.
Bragi: Hvernig lízt þér á kartöflukenninguna?
Jónas: Það má náttúrlega líkja listinni við kartöflur. En þá þarf bara að reita
pólitíkina úr garðinum öðru hvoru, því hún er helvítis illgresi. Alda-
mótagarðarnir virðast ráða öllu í íslenzku þjóðlífi ennþá.
Bragi: Ég skal segja þér, að mér finnst þú pólitískastur allra íslenzkra nútíma-
skálda.
Jónas: Það getur vel verið. Kannski hef ég líka meint það, að þið réðuzt allt
of mikið á pólitíkina!
11. des. Þeir komu hér allir aftur í kvöld, þremenningarnir sem fyrstir tóku
til orða í þessu spjalli, og tók ég þá upp þráðinn þar sem frá var horfið:
Hvernig lízt ykkur á stöðu ljóðlistarinnar á íslandi í dag?
Hannes: Mér virðist hægt að staðsetja hana þannig í tíma og rúmi: svokallaður
hefðbundinn skáldskapur er á undanhaldi og virðist munu verða nokkurn
veginn samferða þeirri skáldakynslóð sem nú er að ganga fyrir ætt-
ernisstapann. Að sama skapi gerist hlutur nútímaljóðsins fyrirferðar-
meiri. Þetta er staðreynd sem enginn getur á móti mælt, enda væri það
næsta furðulegt ef ljóðið tæki engum stakkaskiptum á tímum, þegar
segja má að þáttaskil verði í mannkynssögunni frá ári til árs.
Bragi: Skildi ég það rétt í viðtali, sem þú áttir við einhverja útvarpsmenn í
vor, að þú teldir íslenzku nútímaljóðlistina ekki færa um að gegna því
hlutverki, sem þér finnst ljóðlistin eiga að gegna nú á dögum?
Hannes: Ég geri ráð fyrir því. Nú um alllangt skeið hef ég verið mjög óánægður
með þróun íslenzkrar ljóðlistar. 1 viðtalinu sem þú minntist á vakti ég
meðal annars athygli á því, að fimm þeirra skálda, sem telja verður
frumherja íslenzks nútímaljóðs, höfðu þá ekki gefið út frumsamda
ljóðabók í tæp sjö ár eða meira. Þessi skáld og seinustu bækur þeirra
eru Steinn Steinarr: Tíminn og vatnið (1948), Jón úr Vör: Með örva-
lausum boga (1951), Stefán Hörður Grímsson: Svartálfadans (1951),
Sigfús Daðason: Ljóð (1951) og Hannes Sigfússon: Imbrudagar (1951).
Á einu ári (1951) komu út fjórar ljóðabækur eftir formbyltingar-
skáld: það virtist sem sé vera að draga til tíðinda í íslenzkum bókmennt-
um, og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að þessar bækur hafi borið
Birtingur
27