Birtingur - 01.12.1958, Side 38
einsog menn hafa bent á, það er komið nýtt líkingamál, hversdagsleg
orð tákna meira en áður, gömui orð fá nýjan hljóm, orðin verða sjálf
meiri en áður, og þessvegna þurfa skáldin stundum ekki að stuðla.
Ef til vill vantar það helzt til skilnings, að fólk átti sig á þessu nýja
líkingamáli, og leyfi því að orka á sig.
Jón úr Vör: Þetta er nú gott og blessað svo langt sem það nær, og hefði betur komið
fram fyrr í þessu rabbi. Ég minnist þess, að eftir umræðufund stúd-
enta hér á árunum, þar sem menn leiddu saman hesta sína um ljóða-
gerðina, ritaði fræðimaður einn grein í tímarit; hann nefndi dadaisma,
fútúrisma og súrrealisma og sagði þau tíðindi, að allar þessar stefnur
væru löngu dauðar, eins mundi fara um ljóð atómskáldanna, sem höfn-
uðu rími og fornuni hefðum. Ég man líka, að mér þóttu þetta litlar
fréttir. Vitanlega eru allar stefnur og straumar í listum stundarfyrir-
brigði. 1 fyrstu eru það aðeins upphafsmennirnir og fámennir hópar
í kringum þá, sem taka við slíkum listkenningum eins og þar sé fundin
endanleg lausn á þeim vandamálum, sem sérhver listamaður hlýtur að
eiga við að glíma.
„Stefnurnar fæðast feigar,“ sagði Guðmundur skólaskáld. Það er vissu-
iega satt. En þær hafa sínu hlutverki að gegna, áður en þær fjara út
og nýjar taka við. Listastefnur rísa af nauðsyn síns tíma og verða síðan
tákn hans eða heimild um hann. Straumar vekja nýja strauma. Stöðnun
eða afturhvarf í list er dauðinn. Þótt það kunni nú að koma á daginn,
að við séum litlir módernistar ef strangt mat er á okkur lagt, erum við
um margt merkisberar þessarar bókmenntastefnu, eins og hún hefur
þróazt. En eins og enginn einstaklingur þessarar bókmenntastefnu er
einskorðaður við hana, eins eru áhrif hennar mjög mismunandi með
þjóðum. Það hefur líka komið fram í þessum umræðum.
En víkjum nú að öðru. Hannes sagði áðan, að hann væri óánægður með
nútímaljóðið og spurði, hvað því kynni að valda, að það hefði orðið
okkur svona miklu veikara vopn í höndum en efni stóðu til. Einar Bragi
fullyrðir, að vaxtarbroddur ljóðlistarinnar sé hjá yngstu kynslóðinni
og spyr, hví slegið hafi þögn á okkur miðskipsmenn. Það skyldi nú
aldrei vera eitthvað annað sem þögn okkar veldur en það, að formið
sé okkur fjötur um fót? Ég fyrir mitt leyti hef aldrei verið í neinum
vafa um þetta: í góðæri styi’jaldartímans og eftirstríðsáranna höfum
við orðið hart úti og þurfum tíma til að jafna okkur. Við höfum glatað
þeirri andlegu fótfestu, sem hverju skáldi er nauðsynleg til þess að
geta ort. Við höfum misst trúna á þær hugsjónir og þá menn, sem við
lærðum ungir að hylla.
Til þess að skýra þetta ætla ég að rifja upp nokkur atriði úr sögu okk-
ar. Um það leyti sem við flestir, sem hér um ræðir, vorum að vaxa úr
grasi settu róttækir rithöfundar rnjög svip á bókmennta- og menningar-
36 Birtingur