Birtingur - 01.12.1958, Side 41

Birtingur - 01.12.1958, Side 41
mennina um hvað sem ykkur liggur á hjarta, aðeins á vegum ljóðlist- arinnar. Þetta hafa menn eins og Neruda. Hikmet, Éluard, Quasimodo, Pasternak, Diktonius, García Lorca og ótal margir aðrir byltingarmenn í ljóðlist gert með góðum árangri. Ef mannasetningar — hvort sem þær nefnast „innhverf túlkun persónuleikans“ eða eitthvað annað — þröngva kosti ykkar, þá vísið þeim norður og niður og farið ykkar eigin götur. Og náið þið ekki þeim árangri, sem þið vonuðuzt eftir, þá kennið sjálf- um ykkur, en ekki nútímaljóðlistinni. Hannes: Ég tek af heilum lnig undir þau orð þín, Einar Bragi: Vísið hinni inn- hverfu túlkun persónuleikans norður og niður og farið ykkar eigin göt- ur! — að öðrum kosti gæti svo farið að hið fáránlega stefnumið franskra módernista, sem Jón Óskar lýsir nánast sem einskonar úrslita- kostum nútímaljóðlistar (annars er hún gamaldags(!), annars er um afturhvarf (!) að ræða!) verði til að binda að fullu hendur ísl. form- byltingarskálda við ákveðna kröfu, ákveðin stefnumið, ákveðna liefð. Það ætti að vera augljóst mál að sú stefnuskrá nútímaljóðs sem fram kom í Frakklandi fyrir rúmum þrjátíu árum getur ekki átt erindi við okkur stundinni lengur, að hún er sjálf úrelt, orðin „gamaldags“, og fánýt íhaldssemi að nota hana sem mælikvarða á nútímaljóð. (Ég ítreka: Á sama hátt og rím og stuðlar geta torveldað skáldinu að tjá ný viðhorf með fullgildum hætti, eins getur sá skilningur á eðli og kröf- um nútímaljóðs, sem Jón Óskar minnist á og óneitanlega hefur sett sitt mark á ísl. ljóðlist þótt í litlu sé, orðið til þess að þvinga ljóðskyn höfundarins í ákveðinn farveg og meina honum að segja hug sinn allan). Ég hef áður sagt að sú menningarlega upplausn sem fylgdi heimsstyrj- öldinni síðari, og hugsjónaöngþveitið sem í kjölfarið sigldi, hafi valdið foimbyltingunni hjá okkur. Undir þessa skoðun tekur þú óbeinlínis, Jón úr Vör, og staðfestir liana frekar með því að nefna nöfn eldri höf- unda sem einnig hafi flosnað upp. En þessa staðreynd getum við ekki haft að afsökun til langframa, eins og þú raunar tekur fram, og allra sízt keypt okkur sakaruppgjöf með því að benda á að öðrum hafi far- ið s'vipað ! Tíminn, aldarhátturinn, ber í sjálfum sér þá kröfu til okkar að við hættum að svíkja lit, að ísl. skáld verði að nýju fullgildir þátt- takendur í menningarbaráttu nútímans. Þessari fullyrðingu til stuðn- ings nefni ég samtökin „Friðlýst land“ sem rithöfundar, og einmitt vel- flest nútímaljóðskáldin, hafa haft forgöngu um að stofna. En hvað veldur því að þessa nýja baráttuhugar verður ekki vart í ljóðinu? Eða ætti ekki ljóðið að vera skáldinu eðlilegri vettvangur en ræðustóllinn? Það er skoðun mín að ísl. nútímaskáldum sé nauðsynlegt að sigrast á vantrausti sínu á orðinu, þeirri vanmáttarkennd sem nú gerir þá að einrænislegum föndrurum við heldur værukært tilfinningalíf. Ég held að tími hins skorinorða ljóðs sé kominn! Birtingur 39

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.