Birtingur - 01.12.1958, Page 43

Birtingur - 01.12.1958, Page 43
„Húsið“ á Eyrarbakka danskt verzlunarhús, sem líkist meistaraverki í húsagerðarlist innan um draslið í kring. Hin húsin: það er eins og hvirfilbylur hafi hrifið þau af grunni hér og hvar um landsbyggðina og kastað þeim hérna tvist og bast. Smekkvísi landans lætur ekki að sér hæða. Hvers vegna er danskt hús á þessum slóðum eins og meistaraverk borið saman við húsin í kring? Af því að það er einfalt, fábrotið og látlaust, og sá sem reisti það hefur nennt að hugsa ofurlítið um stærðir, þennan merkilega hókus pókus í augum flestra íslendinga, þetta fjas í þeirra eyrum: að hæð og lengd ferhyrnds flatar skipti máli, að hlutföll í húsgafli eða glugga séu um- hugsunarverð. En svona undarleg getur árátta heimsmenningarinnar verið: að hafa frá ómunatíð lagt rækt við annan eins hégóma og rúm- skipun, myndmótun. Eða var það kannski aðeins vegna kröftugri vítamína í kroppi hins danska smiðs? Tæplega eingöngu, því til eru dæmi um stórkostlega íslenzka byggingarlist, og einmitt þau gera ringulreiðina og kauðaskapinn enn óskiljanlegri. Ég kom að gröf Ásgríms, stóð yfir jarðneskum leifum þessa sterkbyggða manns. Já, þessi sterkbyggði líkami, sem þjáði hann þó svo mjög. Þarna endum við öll, eða látum við kannski eftir gamalt aflóa fat? Og við mér blasir fegurð þessa dags: firrðin blárri en allt sem blátt er, íslenzkt iand, íslenzk fjöll, ský og himinn leika eins og fullkominn kvartett fyrir mig, fyrir þig. Og þau koma fram í hug mér orðin sem letruð eru á Birtingur 41

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.