Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 46

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 46
væðingaraldar. Eða treystir einhver sér til að sanna hið gagnstæða? Hvi þá að skammast sín fyrir sjálfan sig? Eru þá sjálfstraustið og sjálfs- virðingin engin, þótt menn láti mikinn? Hafa menn aldrei heyrt talað um nútímabyggingarlist ? Sjá menn ekki hve hræðileg misnotkun það er á hinu fíngerða létta, en burðarmikla byggingarefni, járnbentri stein- steypu, að þvinga hana í eldgamlan búning, sem þeir hafa ofan í kaupið enga hugmynd um hvernig á að vera? Það er blátt áfram móðgun við hugtakið stærðir og samspil þeirra að tala um útlit þessa húss, svo ferlega er gengið á hlut þeirra. Þessar þaulstífuðu jólasveinshúfur sem tröllriða einhvers konar samblandi af máriskri mosku og rómanskri forn- kirkju eru afkárahátturinn uppmálaður. Yfirtekur þó þegar menn fara að líta í kringum sig þarna uppvið vatnsgeyminn. Það er vafasöm kurteisi við Sjómannaskólann og höfund hans að hlamma þessu ferlíki niður á lóð hans. Það er rétt eins og húsið sé í flutningi og hafi verið skilið þarna eftir, meðan eigendurnir hlupu niður í bæ til að rífast við ráðamennina um einhverja lóð sem þeir gætu fengið til frambúðar. Er engin byggingarnefnd til í Reykjavík, eða hvað? Vanmetnir listamenn: Kristinn Pétursson er einn af þeim. Hvað veldur því, að jafn ágætur listamaður hverfur samtíð sinni sjónum, er þagður í hel af félögum sínum og vanræktur af þjóðfélaginu, meðan margskonar plattenslagarar eru hafnir til skýjanna, jafnvel taldir meistarar á heims- mælikvarða? Það er erfitt að ráða þá gátu. Kannski getur vinur minn, Jón Árnason, lesið svarið í stjörnunum. En að einhverju leyti hlýtur það að liggja í hlédrægni Kristins og algerri vöntun á hæfileikum til að reka áróður fyrir sig og list sína. Kannski er skýringar einnig að leita 1 látleysi hans sem listamanns: hér er engin bylting, ekkert gos eða óp. Hann stendur að vissu leyti fjarri megineinkennum tímans, óróleikanum og umbrotunum, og er að því leyti líkur öðrum listamanni, sem sömu örlög hlaut í lifenda lífi og er stórlega vanmetinn enn: Þórarni Þorláks- syni, þeim afbragðsmálara. Víst er, að enn getum við samtíðarmenn Kristins bætt fyrir þau rang- indi, sem hann hefur verið beittur. Menn sem vilja sjá skýrt í listum eiga í höggi við svo margskonar grillur, ekki sízt á íslandi, þar sem myndlistir allar eru mönnum sem nýr furðuheimur. Þeir hafa ekki áttað sig á þeim, skilja þær ekki — af því meðal annars, að þeir hafa litla sem enga heimanfylgju. 1 slíkum jarðvegi blómstra allskonar falskenn- ingar: í auðtrúa fólk er þá hægt að skrökva næstum hverju sem er, að minnsta kosti í bili. En sá tími kemur, að moldviðrinu léttir, og þá verð- ur allt hægara að sjá, hvað gildi hefur. 44 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.