Birtingur - 01.12.1958, Side 46
væðingaraldar. Eða treystir einhver sér til að sanna hið gagnstæða? Hvi
þá að skammast sín fyrir sjálfan sig? Eru þá sjálfstraustið og sjálfs-
virðingin engin, þótt menn láti mikinn? Hafa menn aldrei heyrt talað
um nútímabyggingarlist ? Sjá menn ekki hve hræðileg misnotkun það er
á hinu fíngerða létta, en burðarmikla byggingarefni, járnbentri stein-
steypu, að þvinga hana í eldgamlan búning, sem þeir hafa ofan í kaupið
enga hugmynd um hvernig á að vera? Það er blátt áfram móðgun við
hugtakið stærðir og samspil þeirra að tala um útlit þessa húss, svo
ferlega er gengið á hlut þeirra. Þessar þaulstífuðu jólasveinshúfur sem
tröllriða einhvers konar samblandi af máriskri mosku og rómanskri forn-
kirkju eru afkárahátturinn uppmálaður. Yfirtekur þó þegar menn fara
að líta í kringum sig þarna uppvið vatnsgeyminn. Það er vafasöm
kurteisi við Sjómannaskólann og höfund hans að hlamma þessu ferlíki
niður á lóð hans. Það er rétt eins og húsið sé í flutningi og hafi verið
skilið þarna eftir, meðan eigendurnir hlupu niður í bæ til að rífast við
ráðamennina um einhverja lóð sem þeir gætu fengið til frambúðar. Er
engin byggingarnefnd til í Reykjavík, eða hvað?
Vanmetnir listamenn: Kristinn Pétursson er einn af þeim. Hvað veldur
því, að jafn ágætur listamaður hverfur samtíð sinni sjónum, er þagður
í hel af félögum sínum og vanræktur af þjóðfélaginu, meðan margskonar
plattenslagarar eru hafnir til skýjanna, jafnvel taldir meistarar á heims-
mælikvarða? Það er erfitt að ráða þá gátu. Kannski getur vinur minn,
Jón Árnason, lesið svarið í stjörnunum. En að einhverju leyti hlýtur
það að liggja í hlédrægni Kristins og algerri vöntun á hæfileikum til að
reka áróður fyrir sig og list sína. Kannski er skýringar einnig að leita
1 látleysi hans sem listamanns: hér er engin bylting, ekkert gos eða óp.
Hann stendur að vissu leyti fjarri megineinkennum tímans, óróleikanum
og umbrotunum, og er að því leyti líkur öðrum listamanni, sem sömu
örlög hlaut í lifenda lífi og er stórlega vanmetinn enn: Þórarni Þorláks-
syni, þeim afbragðsmálara.
Víst er, að enn getum við samtíðarmenn Kristins bætt fyrir þau rang-
indi, sem hann hefur verið beittur. Menn sem vilja sjá skýrt í listum
eiga í höggi við svo margskonar grillur, ekki sízt á íslandi, þar sem
myndlistir allar eru mönnum sem nýr furðuheimur. Þeir hafa ekki áttað
sig á þeim, skilja þær ekki — af því meðal annars, að þeir hafa litla
sem enga heimanfylgju. 1 slíkum jarðvegi blómstra allskonar falskenn-
ingar: í auðtrúa fólk er þá hægt að skrökva næstum hverju sem er, að
minnsta kosti í bili. En sá tími kemur, að moldviðrinu léttir, og þá verð-
ur allt hægara að sjá, hvað gildi hefur.
44 Birtingur