Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 48
Þá er það fólkið: fólkið og listin, listin fyrir fólkið, málarðu, yrkirðu,
skrifarðu, kompónerarðu, byggirðu fyrir fólkið? Fólkið, fólkið: þetta orð
er að æra menn. I raun og veru er þetta bigg bísness: geturðu fengið
nægan markað fyrir vöru þína? Svo langt hefur peningagræðgin leitt
okkur. Það er aldrei spurt: skyldi fegurð búa þarna bakvið myndina,
ljóðið, húsið? Enginn spyr eins og barnið sem grunar óljóst, að ef til
vill séu hlutirnir ekki allir þar sem þeir eru séðir. Nei, málið er afgreitt
kalt og skjótt: ég einn veit: veit hvort hægt er að hafa peninga upp úr
krafsinu. Þú átt að mála fyrir fólkið.
Hvaða heiðarlegur listamaður vinnur eftir prógrammi, fimm ára áætlun
þar sem ekki þarf annað en fylla í eyðurnar? Menn mála af því, að
þeir eru þetta fólk sem alltaf er verið að staglast á; þeir eru hlaðnir
ástríðu: ég verð.
Við skulum annars athuga nánar þetta með fólkið. Hvernig litist ykkur
á barnaskóla, þar sem nemendurnir réðu öllu? Þeir heimtuðu af kennar-
anum að fá að læra einungis það sem þá langaði til, með öðrum orðum:
helzt ekki neitt, heldur bara leika sér, ólátast, brjóta og bramla. Hvernig
sem á málin er litið, hlýtur alltaf að vera varhugavert fyrir listamann að
hlaupa eftir smekk fólksins, hvort sem smekkur þess væri góður eða
lélegur, eins þótt þetta væri inndælt fólk sem listamanninum þætti miklu
vænna um en því um hann. Það er ekki af fyrirlitningu á barninu sem
kennarinn krefst þess, að það læri, að það leggi eitthvað á sig, sé prútt
og stillt. Hitt væri einmitt sprottið af rakinni fyrirlitningu: að láta það
eiga sig eða ráða sér sjálft. List er framar öllu fyrir fólk, fyrir manninn,
aðstoð við hann. Það er einmitt hugsjón nútímalistar: að koma til manns-
ins, en á vegum listarinnar. Það er ekki listamanninum að kenna, að
sambandið slitnaði við tilkomu iðnvæðingarinnar. Það er svo um hverja
nýja hugsjón í listum sem öðrum efnum: fyrst fæðist hugmynd hjá ein-
um, síðan fleirum, þar til úr verður nokkurs konar keðjusprenging, sem
byltir heilum þjóðfélögum og breytir svip heillar aldar. Meðan skammt
er íá veg komið eins og raun er á í dag um hina víðtæku hugsjón um
manninn og samband hans við form og alla hluti sem hann mótar, að
hann gefi þeim eðlilegt, en nýstárlegt snið í samræmi við tímann, sem
hann lifir á — þá er oft erfitt að standa í því að brjóta hinum nývöknuðu
hugsjónum braut.
Ég hef haft orð á því áður og endurtek það: ég man alltaf eftir því þegar
myndir Svavars komu til mín sem hressandi andblær frá heimalandinu
á miðjum dimmum drungalegum vetri stórborgarinnar. Það var eins og
maður hefði búið niðri í jörðinni og kæmi svo allt í einu upp á yfirborðið,
andaði að sér fersku lofti og næmi liti hennar og birtu á ný. Hún var
46 Birtingur