Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 49
beisk eins og hún er við íslenzka sjávarströnd, síhvikul eins og yfir jökíi,
djúp eins og litur moldarinnar.
Þessi áhrif hafa varað síðan. Og enn kemur maður upp á jörðina á miðj-
um erlendum vetri yfir eigin landi og nemur liti þess með hjálp Svavars.
Hann ýtir við manni, og maður spyr sjálfan sig: hef ég þá alls ekki
lifað? Þannig áhrif hafa sönn listaverk alltaf á mig: mér finnst sem
ég hafi gleymt að lifa, og skyndilega opnast augun. Þetta er hið stórkost-
lega við listina.
Að vísu hefur Svavar eitthvað breytzt, en grunntónninn er sá sami: af-
staðan til landsins, þetta óvanalega ferska og næma litaskyn, vönduð
vinnubrögð, næstum smásmuguleg. Sumum finnst þetta kannski hljóma
sem öfugmæli, því margir halda að Svavar vinni gróft. Þetta er misskiln-
ingur. Ég þekki engan íslenzkan málara sem er jafn natinn og hárfínn
í vinnubrögðum og Svavar. Sérstaklega auðvelt er að ganga úr skugga
um það, ef menn athuga vatnslitamyndir hans gaumgæfilega. Þessi ná-
kvæmni í vinnubrögðum nær jafnt til litastemmunnar sem litarefnisins,
Þetta er höfuðeinkenni hans sem listamanns, ásamt gróskumikilli lita-
fantasíu. Það kemur glögglega fram í fyrri myndum hans, þar sem
sjaldan gætir þaulhugsaðrar myndbyggingar, en þegar aldur færist yfir
hann kemur þessi hlið myndsköpunar fram sem eðlilegt andsvar við
fjöri, að ég ekki segi óhemjuskap yngri ára. 1 fyrstu gætir nokkurrar
áreynslu í myndunum af þessum sökum, en smátt og smátt nær Svavar
tökum á þessari hlið kompósisjónarinnar, og einkum finnst mér honum
vel takast í tveimur pasellmyndum (nr. 9 og 11) og Hrímfugli að sam-
hæfa þessar stríðandi andstæður, hina intellektúellu og tilfinningalegu
hlið myndsköpunarinnar, svo að úr verður sterk dramatísk heild. í olíu-
myndunum flestum hefur þessi geómetríska kompósisjón bögglazt dá-
lítið fyrir brjósti hans, en aftur á móti hefur liturinn sífellt orðið fínni
og nákvæmari. Ég held þetta stafi af því, að formin sem hann valdi hafi
yfirleitt verið statísk, en liturinn hjá honum er yfirleitt dínamískur. En
í seinustu olíumyndunum sér maður að þetta er að breytast: liturinn er
smátt og smátt að fæða af sér form við hans hæfi. Þau eru ekki lengur
rólegir ferningar, heldur fljúgandi tiglar í meira og meira samræmi við
flug litanna.
Ég hef ekki í annan tíma séð betri sýningu hér, og ég verð að taka það
fram vegna hins þráláta orðróms sem stöðugt liggur í bak manns, að ég
segi það ekki vegna þess að hún er abstrakt, heldur af því að hér er
um að ræða sanna list.
Birtingur 47