Birtingur - 01.12.1958, Síða 53
fram viðhorf barokktímans, enda aðstæðurnar svipaðar í efnahag
manna.
Ilér hef ég tekið mjög svo einfalt dæmi og stutt það fábrotnum rökum.
Margt fleira kemur að sjálfsögðu hér til greina en ég hef nefnt. Skýr-
ing þjóðfélagslegra áhrifa á fegurðarskyn okkar getur orðið talsvert
flóknara þegar um listir er að ræða. Hvernig stendur á því, að fegurðar-
skynjun eins tímabils býður heim natúraliskri list, þ. e. list, sem byggist
á meiri eða minni spegilmynd ytri hluta, en önnur tímabil kalla á óhlut-
bundna list, svo sem frumgríski tíminn, býsanzki tíminn og okkar öld?
1 þessu efni hneigist ég að nokkuð svipaðri skoðun og fram kemur hjá
enska heimspekingnum Hulme, en hún er i meginatriðum á þessa leið:
Meðan allt lífsviðhorf mannsins er í mjög föstum skorðum, trúarlega sem
þjóðfélagslega, meðan hann finnur ekki neina þörf til þess að umbreyta
veröld sinni, en unir ánægður við hana eins og hún er, finnur hann fegurð
í þeirri list, sem endurspeglar umhverfi hans, mannlegar athafnir og hann
sjálfan. Þesskonar tími var grísk-klassiska tímabilið og endurreisnaröldin.
Þegar hinsvegar slíkur tími líður undir lok, — en upplausn hans virðist
alla jafna birtast í ofhlæði, þ. e. einhverskonar barokklist, og síðar í
mjög smásmugulegum natúralisma, — tekur við tímabil, þar sem allar
forsendur hins gamla eru á burtu og heimsmynd mannsins er enn mjög
sundurlaus. Hann er leitandi á öllum sviðum, þjóðfélagslega sem menn-
ingarlega, allt þarf að prófa, ekkert er með öllu tryggt. Slíkt tímabil er
deigla nýrra hugmynda og afleiðing þess, að maðurinn stendur andspænis
nýjum tæknilegum möguleikum, nýjum þjóðfélagslegum viðhorfum. Á
slíkum tímabilum (og okkar öld er einmitt slík) 1 e i t a r m a ð u r i n n
þeirrar festu í listum, þess kerfisbundna og þess al-
gjöra, sem á skortir í viðhorfi lians til veraldarinn-
ar. Slíka fullnægju finnur hann til dæmis í hreinleika nútíma bygg-
ingarlistar, í hreinum flatarmálverkum eða þá mjög stílfærðum, í
konstrúktífri músík, í einföldum og formhreinum nytjahlutum. Raunar
kemur hér ýmislegt fleira til, en þetta verður að nægja til skilgreiningar
að sínni.
Þessi dæmi sýna okkur, að frumhugmyndin, kenndin eða þörfin, verður
til vegna menningarlegra og þjóðfélagslegra aðstæðna. Listamaðurinn
tekur síðan þetta myndlausa hráefni, smíðar það í forrn, sem skírskotar
til okkar og vekur fegurðarkennd vegna þess að sjálfur efniviður
verksins, tilfinningin, er til staðar í okkur sjálfum, en ómótuð og aðeins
skynjuð að örlitlu leyti. Einfalt dæmi: Hin hreina, konstrúktífa bygg-
ingarlist nútímans er ekki f u n d i n u p p af neinum, hvorki einum
manni né hópi manna. Þörfin fyrir hið klára og einfalda, hið hagkvæma,
var fyrir hendi í óljósri vitund manna og knúði á. Það er hinsvegar
listamaðurinn, hvort við köllum hann Corbusier eða Gropius, sem mótar
Birtingur 51