Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 67

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 67
höfundi mjög hugþekkur, en honum láist að tjá sögu hans og sagnir, og gæti þetta því eins verið niðursetningur í Húna- vatnssýslu sem írskur fræðimaður. Orð- helmingur í kvæðislok dugar hér ekki. Er þetta talsverður galli á kvæðinu. Frumlegt er það ekki, en kannski nýtur höfundur þar þó bezt málsmekks síns. Þá er og í bókinni kvæðið Förukarl, sem byrjar svona: „Þú treður aleinn brattan stafkarls stig / og stumrar hægt við for- tíð þína á svig, / en aðrir þræða auð- gengnari braut / og una því að fara á mis við þig..“ Hvenær fáum við nóg af þess- ari förumannsrómantík? Um þýðingarnar er fátt að segja. Ef írar og engilsaxar hafa ekki ort betur á dögum Egils og Snorra en þau dæmi eiga að sýna, sem hér eru á bók sett, á það efni betur heima í fræðibókum en ljóðakver- um. Höfundur mun vera lærður maður í þessum fræðum og vonandi glöggskyggn- ari sem lærdómsmaður en mér virðist hann vera sem skáld. Af þýðingunum finnst mér þessi vísa eiga helzt erindi til okkar, enda sker hún sig úr um efni, og í henni er þó skáldskaparneisti. Hún er írsk (ort á 9. öld) og heitir: Kveðið á víkingaöld Bitur vindur blæs í nótt, bærir úfið Ránartfaf. Grimmir Norðmenn geta ei sótt greitt um sollið írlandshaf. Mikið má þó vera, ef írska þjóðin hefur ekki á þeim tíu öldum, sem liðnar eru síðan vísan fyrst var rauluð, haft smekk- vísi til að laga fyrri hlutann svo, að hann gæti verið svolítið rökvísari — eða gæti hugsazt, að orðið „bærir“ hefði verið sett þarna af hinni frægu nauðsyn ís- lenzkrar stuðlunar? Ég fjölyrði svona um þessa bók vegna þess að hér á hlut að máli ungur maður — maður sem sýnilega er gæddur góðum málsmekk og hefur skáldauga; hann hef- ur og hlotið bókmenntalega menntun og hefði því átt að geta orðið nútímabók- menntum okkar að liði. Ég held hann sé á villigötum hins alkunna íslenzka rím- hefðarhroka, og þaðan vil ég heimta hann, áður en hann gefur út næstu bók. Jón úr Vör Krotað í sand Sigurður A. Magnússon: Krotað í sand. Ljóð. Helgafell, 1958. Höfundurinn er bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið og hefur skrifað greind- arlegar um ljóðlist en flestir menn hér- lendir sem tekið hafa til orða um þá grein bókmennta seinustu árin. 1 dómum sem birzt hafa um bók hans, Krotað í sand, hefur hann verið látinn gjalda greindar sinnar allharkalega. Ég efast mjög um réttmæti þess. Hver einasti maður er glámskyggnari á eigin verk en annarra, og bók Sigurðar er aðeins eitt af ótelj- andi dæmum um að „sá, sem er einn í ráðum, einn mætir skaða bráðum.“ Bókin er í þremur köflum. 1 fyrsta kafla eru 17 kvæði, gamalt erfðagóss; og verður af mikil mublutragedía, að því skyldi ekki komið til geymslu á afskekktari stað. 1 öðrum kafla eru 13 ljóð frumort. Eitt þeirra heitir: Að enduðum leik. Efni þess er raunar hvorki mikið né frumlegt: fremur kýs ég snöggan virðulegan dauða, en seigdrepandi Iíf; einhver brotalöm virðist líka vera á myndasmíðinni í fyrstu Birtingur 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.