Birtingur - 01.12.1958, Page 67
höfundi mjög hugþekkur, en honum láist
að tjá sögu hans og sagnir, og gæti þetta
því eins verið niðursetningur í Húna-
vatnssýslu sem írskur fræðimaður. Orð-
helmingur í kvæðislok dugar hér ekki.
Er þetta talsverður galli á kvæðinu.
Frumlegt er það ekki, en kannski nýtur
höfundur þar þó bezt málsmekks síns.
Þá er og í bókinni kvæðið Förukarl, sem
byrjar svona: „Þú treður aleinn brattan
stafkarls stig / og stumrar hægt við for-
tíð þína á svig, / en aðrir þræða auð-
gengnari braut / og una því að fara á mis
við þig..“ Hvenær fáum við nóg af þess-
ari förumannsrómantík?
Um þýðingarnar er fátt að segja. Ef írar
og engilsaxar hafa ekki ort betur á dögum
Egils og Snorra en þau dæmi eiga að
sýna, sem hér eru á bók sett, á það efni
betur heima í fræðibókum en ljóðakver-
um. Höfundur mun vera lærður maður í
þessum fræðum og vonandi glöggskyggn-
ari sem lærdómsmaður en mér virðist
hann vera sem skáld. Af þýðingunum
finnst mér þessi vísa eiga helzt erindi til
okkar, enda sker hún sig úr um efni, og
í henni er þó skáldskaparneisti. Hún er
írsk (ort á 9. öld) og heitir:
Kveðið á víkingaöld
Bitur vindur blæs í nótt,
bærir úfið Ránartfaf.
Grimmir Norðmenn geta ei sótt
greitt um sollið írlandshaf.
Mikið má þó vera, ef írska þjóðin hefur
ekki á þeim tíu öldum, sem liðnar eru
síðan vísan fyrst var rauluð, haft smekk-
vísi til að laga fyrri hlutann svo, að hann
gæti verið svolítið rökvísari — eða gæti
hugsazt, að orðið „bærir“ hefði verið
sett þarna af hinni frægu nauðsyn ís-
lenzkrar stuðlunar?
Ég fjölyrði svona um þessa bók vegna
þess að hér á hlut að máli ungur maður
— maður sem sýnilega er gæddur góðum
málsmekk og hefur skáldauga; hann hef-
ur og hlotið bókmenntalega menntun og
hefði því átt að geta orðið nútímabók-
menntum okkar að liði. Ég held hann sé
á villigötum hins alkunna íslenzka rím-
hefðarhroka, og þaðan vil ég heimta
hann, áður en hann gefur út næstu bók.
Jón úr Vör
Krotað í sand
Sigurður A. Magnússon:
Krotað í sand.
Ljóð.
Helgafell, 1958.
Höfundurinn er bókmenntagagnrýnandi
við Morgunblaðið og hefur skrifað greind-
arlegar um ljóðlist en flestir menn hér-
lendir sem tekið hafa til orða um þá grein
bókmennta seinustu árin. 1 dómum sem
birzt hafa um bók hans, Krotað í sand,
hefur hann verið látinn gjalda greindar
sinnar allharkalega. Ég efast mjög um
réttmæti þess. Hver einasti maður er
glámskyggnari á eigin verk en annarra,
og bók Sigurðar er aðeins eitt af ótelj-
andi dæmum um að „sá, sem er einn í
ráðum, einn mætir skaða bráðum.“
Bókin er í þremur köflum. 1 fyrsta kafla
eru 17 kvæði, gamalt erfðagóss; og verður
af mikil mublutragedía, að því skyldi ekki
komið til geymslu á afskekktari stað. 1
öðrum kafla eru 13 ljóð frumort. Eitt
þeirra heitir: Að enduðum leik. Efni þess
er raunar hvorki mikið né frumlegt:
fremur kýs ég snöggan virðulegan dauða,
en seigdrepandi Iíf; einhver brotalöm
virðist líka vera á myndasmíðinni í fyrstu
Birtingur
65