Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 68

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 68
vísu, eins og smiðurinn hafi undir lokin gripið hefil fyrir sög. Samt er ákveðin reisn í yfirbragði Ijóðsins. Stytzta ljóðið í þessum flokki er þannig: ? bakvið tímann sem dió mig úr móðurkviði og heldur mér í greip sinni eins og veiðimaður vængbrotnum fugli bakvið tímann liggur spurningin eins og hálfhringuð naðra við epli Mér finnst ljóðinu spillt með margþvældri og býsna hæpinni líkingu í fjórðu línu, og niðurlagið hefði orðið festulegra án sam- anburðarorða: bakvið tímann sem dró mig úr móðurkviði og heldur mér í greip sinni bakvið tímann liggur spurningin: hálfhringuð naðra við epli En allt um það: hér er eitthvað á bakvið, og þetta litla ljóð hefði sómt sér vel inn- an um önnur jafngóð og betri. En máttur þess hrekkur skammt til að lyfta heilli bók. Samt held ég að höfundinum yrði ekki legið á hálsi fyrir það í framtíðinni, þótt hann teldi að með þessu eina hefði með vissum hætti rætzt sú von sem birt- ist í lokaerindi titilkvæðisins: Ég mun halda áfram að yrkja ljóðin mín í sand, en hætta þegar aldan skolar einu þeirra á land. ífeiri fögnuður er að þriðja kafla bókar- innar en hinum tveimur. I honum eru þýdd ljóð eftir Garcia Lorca, Paul Éluard, Esra Pound og fleiiá erlend góðskáld. Ég hef ekki borið neina af þýðingunum sam- an við frumverkin, enda á ég engan að- gang að sumum þeirra. En öðrum er ég allvel kunnur ýmist á frummálunum eða öðrum tungum, og ég fæ ekki betur séð en höfundarnir séu fullsæmdir af þessum þýðingum. Ég er ekki viss um að aðrir hefðu þýtt Óð til Walts Whitmans öllu betur en hér er gert. Og þó að frumortu ljóðin beri ekki mikilli skáldgáfu vitni, er óhætt að fullyrða að Sigurður hefði ekki getað skilað jafn vandasömu verki eins vel og hann gerir, ef hann ætti ekki næmt Ijóðskyn. Bragi Ásgeirsson hefur gert kápu, og hef ég ekki séð aumara verk eftir hann. Einar Bragi Ókomnir dagar Jón frá Pálmholti hefur sent frá sér ljóða- kver með þessu nafni, frumsmíð sem Helgafell gefur út. Þegar ég les þessi ljóð sé ég fyrir mér hæglátan mann og óáreitinn sem gengur um borg og bý eða reikar úti í náttúrunni, virðir með góð- vild fyrir sér eitt og annað sem augum mætir og hugsar kannske sem svo: hver getur fengið heila hugsun útúr skýjun- um meðan jörðin meðan hafið hlustar og þau svífa eins og dansmeyjar um þjóð- leikhús loftsins ... hver getur þá fengið heila hugsun útúr skýjunum rauðum af heitri sól? — Ef til vill minnist hann allt í einu ljóðs sem einhver annar hefur ort af svipuðu efni og semur nýtt tilbrigði 66 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.