Birtingur - 01.12.1958, Page 68

Birtingur - 01.12.1958, Page 68
vísu, eins og smiðurinn hafi undir lokin gripið hefil fyrir sög. Samt er ákveðin reisn í yfirbragði Ijóðsins. Stytzta ljóðið í þessum flokki er þannig: ? bakvið tímann sem dió mig úr móðurkviði og heldur mér í greip sinni eins og veiðimaður vængbrotnum fugli bakvið tímann liggur spurningin eins og hálfhringuð naðra við epli Mér finnst ljóðinu spillt með margþvældri og býsna hæpinni líkingu í fjórðu línu, og niðurlagið hefði orðið festulegra án sam- anburðarorða: bakvið tímann sem dró mig úr móðurkviði og heldur mér í greip sinni bakvið tímann liggur spurningin: hálfhringuð naðra við epli En allt um það: hér er eitthvað á bakvið, og þetta litla ljóð hefði sómt sér vel inn- an um önnur jafngóð og betri. En máttur þess hrekkur skammt til að lyfta heilli bók. Samt held ég að höfundinum yrði ekki legið á hálsi fyrir það í framtíðinni, þótt hann teldi að með þessu eina hefði með vissum hætti rætzt sú von sem birt- ist í lokaerindi titilkvæðisins: Ég mun halda áfram að yrkja ljóðin mín í sand, en hætta þegar aldan skolar einu þeirra á land. ífeiri fögnuður er að þriðja kafla bókar- innar en hinum tveimur. I honum eru þýdd ljóð eftir Garcia Lorca, Paul Éluard, Esra Pound og fleiiá erlend góðskáld. Ég hef ekki borið neina af þýðingunum sam- an við frumverkin, enda á ég engan að- gang að sumum þeirra. En öðrum er ég allvel kunnur ýmist á frummálunum eða öðrum tungum, og ég fæ ekki betur séð en höfundarnir séu fullsæmdir af þessum þýðingum. Ég er ekki viss um að aðrir hefðu þýtt Óð til Walts Whitmans öllu betur en hér er gert. Og þó að frumortu ljóðin beri ekki mikilli skáldgáfu vitni, er óhætt að fullyrða að Sigurður hefði ekki getað skilað jafn vandasömu verki eins vel og hann gerir, ef hann ætti ekki næmt Ijóðskyn. Bragi Ásgeirsson hefur gert kápu, og hef ég ekki séð aumara verk eftir hann. Einar Bragi Ókomnir dagar Jón frá Pálmholti hefur sent frá sér ljóða- kver með þessu nafni, frumsmíð sem Helgafell gefur út. Þegar ég les þessi ljóð sé ég fyrir mér hæglátan mann og óáreitinn sem gengur um borg og bý eða reikar úti í náttúrunni, virðir með góð- vild fyrir sér eitt og annað sem augum mætir og hugsar kannske sem svo: hver getur fengið heila hugsun útúr skýjun- um meðan jörðin meðan hafið hlustar og þau svífa eins og dansmeyjar um þjóð- leikhús loftsins ... hver getur þá fengið heila hugsun útúr skýjunum rauðum af heitri sól? — Ef til vill minnist hann allt í einu ljóðs sem einhver annar hefur ort af svipuðu efni og semur nýtt tilbrigði 66 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.