Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 70

Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 70
þeirra ungu ljóðskálda, sem kvatt hafa sér hljóðs hin síðustu árin, finnst mér tveir bera af öllum hinum. Það eru þeir Hannes Pétursson og Jóhann Hjálmars- son. Þeir hafa skipað sér sinn hvoru meg- in í fylkingu hinna eldri skáldbræðra, Hannes í rímreglu Snorra Hjartarsonar, en Jóhann í hóp Birtingsmanna. Sá fyrr- nefndi heldur mjög upp á rímið og kann með það að fara, hinn varpar fyrir róða öllum fjötrum og verður því Hannesi ný- tízkari. — Ekki var það ætlun mín að fara að bera þessa ungu menn saman, þótt þessi orð sæktu í pennann. Jóhann vann ótvíræðan listsigur með fyrri bók sinni, 17 ára gamall. Nú hefur hann aftur farið á flot, tveimur árum eldri. Þessi bók vekur að sjálfsögðu minni athygli. Hér er fátt um nýja persónulega reynslu, nema ef vera skyldi í Ijóðinu, sem nafn bókarinnar er dregið af. Það er svona: Undarlegir fiskar synda í djúpinu rauða gulir og svartir og hvísla óskiljanlegum orðum Stúlka sem býr við hafið sagði mér frá þeim einn morgun og við lékum okkur að þeim tvö ein margar nætur Annað kvæði vil ég nefna, sem mér þykir mikið til koma, Komdu nú með sverðin — þó höfundur hefði ekkert annað ort, mundi hann ekki gleymast. Þessi bók er eins og hin fyrri hljóm- kviða vaknandi æsku, fögnuður yfir undrum lífsins, þar sem von og ótti leika á strengi til skiptis. Þó að þessum unga manni sé jafnan mikið niðri fyrir og margar spurningar sæki á hug hans í senn, ljómar æ yfir svip hans bjarmi góðrar æsku, mikillar hamingju, þrátt fyrir allt. Þetta er hinn heilbrigði æsku- svipur Islands í dag, birtan sem við fögn- um í hópi vel gefinna og fallegra barna, þetta sem gefur okkur hinum eldri „ofur- litla von,“ já stundum vissu um betri tíð. Jón úr Vör. Þröskuldur hússins Arnfríður Jónatansdóttir: Þröskuldur hússins er þjöl. Ljóð. Heimskringla, 1958. Það má teljast viðburður í okkar bók- menntum þegar kona gefur út bók, sem telja má til bókmennta. Þeim mun á- nægjulegra er þá slíkir atburðir gerast. Ung kona, Arnfríður Jónatansdóttir, hef- ur skrifað bók sem hún nefnir Þröskuld- ur hússins er þjöl. Bókin er 46 bls. og geymir 18 ljóð (svo notað sé orðalag út- varpsins), og skulum við líta rétt laus- lega á þau. Við fyrstu yfirsýn virðist orðaval ekki nýstárlegt og sum ljóðin dá- litið tyrfin, sumstaðar jafnvel einsog snúið uppá setningarnar. Dæmi: Stödd í herbergjum daganna lásum við slóð hans (Læstir dagar, nr. 7) Það væri sem drypi úr undinni þungir dropar (Leikur) Stundum dettur manni í hug Jóhannes 68 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.