Birtingur - 01.12.1958, Qupperneq 72
ar gefa bókinni heildarsvip: Vorgljúp
sléttan, eilífð jarðargróðans, vetrarísa
leysir í æðum jarðar, undrið vex í myrkri,
lítið frjó í apríl,
„ljúft er mér að vita
lamb á þúfu minni
lambagrösin bíta
er ég hlýt að æja
allra hinzta sinni“
Fjölbreytilegur búningur ljóðanna sýnir
að Einar Bragi er jafnvígur á og beitir
jöfnum höndum háttleysu og liprum,
frjálslegum háttum, sem búa yfir miklu
þanþoli. Athyglisvert er, hvernig þetta
tvennt getur blandazt saman. Fyrsta
kvæði bókarinnar, samnefnt henni, er
háttleysa, en þar bregður þó fyrir rími:
Hún sveipaði barnið hári sínu, hóf það á
arm sér og steig inn í sólhvítan d a g i n n .
Ég sá hana nálgast þar sem ég beið á
vorgljúpri
sléttunni er fagnaði nýsánu f r æ i.
í þessu sama ljóði gætir þess einnig að
orð falla í stuðla:
Þá lutum við höfði, létum skírast af nýju.
Hvorugt rýfur þó heildarsvip ljóðsins.
Spunakonur er máttugt ljóð, margþætt
og slungið sterkri hrynjandi kliðs og
mynda:
Úr ljósi haustmána, hélu
og hvítum kvöldskýjum spinnur
tíðin silfraðar hærur
henni er situr ein . . .
Búnaður bókarinnar, sem Hörður Á-
gústsson hefur séð um, er sérstaks um-
tals verður, brot og uppsetning bera vott
smekkvísi og alúð, sem óvenjulegt er að
rekast á í íslenzkri bókaútgáfu. Teikning-
ar Harðar falla að efninu, en búa jafn-
framt yfir sjálfstæðu lífi. Óhlutkenndar
liafa þær í sér fólgna töfra þeirra nátt-
úrufyrirbæra sem daglega ber fyrir augu,
en eru þó alltaf ný opinberun, reykjar-
hnoðra, skýjabólstra, gróðurbreiðu, berg-
myndana, geislabrots. Þrátt fyrir ann-
marka á prentun er bókin augnayndi.
Magnús T. Ólafsson.
Þeir sem guðirnir elska
Indriði G. Þorsteinsson:
Þeir sem guðirnir elska.
Iðunn.
Menn hafa sumir hverjir verið í nokkrum
vandræðum með að finna Indriða G. Þor-
steinssyni stað í íslenzkum bókmenntum,
stíli hans og persónumótun hafa verið
ættfærð út í heim til frægra harðsuðu-
meistara.
Að mínu viti er Indriði þó alls engin ráð-
gáta, hann er skilgetið barn miðrar tutt-
ugustu aldar á Islandi. Að svo miklu leyti
sem frásagnarhætti hans og persónum
má finna alþjóðlegar hliðstæður, stafar
það ekki svo mjög af beinum áhrifum
frá erlendum fyrirmyndum, heldur ís-
lenzku umhverfi dagsins í dag. Mönnum
sést oft yfir hversu mjög alþjóðlegra á-
hrifa gætir í lífsviðhorfi, breytni og mál-
fari þeirrar kynslóðar sem vaxið hefur
upp í landinu síðan öld véla og kvikmynda
hélt innreið sína. Bilið milli kynslóðanna
er æði breitt, unglingurinn í A ð e n d u ð -
um löngum degi kann ekkert ráð
til að votta dauðamerktum garpi, lárvið-
70 Birtingur