Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 73

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 73
arbóndanum, virðingu sína og vináttu annað en að þiggja koníak hans, þegar aðrir vilja ekki dreypa á sem rausn gef- andans sæmir. Sögurnar í þessari bók gerast ýmist er- lendis eða á íslandi. 1 hvorumtveggja eru samtölin kvik, lýsingar skýrar og lausar við málalengingar. Utanlandssögurnar eru þó eiginlega riss frekar en sögur, þær skortir spennu á við hinar. Indriði þekkir til hlítar sitt rótlausa sögu- fólk, tilviljunin er drottnandi vald í lífi þess. Hann skrifar um unga menn í vega- vinnu eða vinnumennsku án kvenna, lang- ferðabílstjórann sem kyssir afgreiðslu- stúlkuna á viðkomustaðnum annars hug- ar, næturgöltrara sem heyrir konuhlátur út um glugga og ekur með þeirri sem hló út í nóttina frá undrandi eiginmanni eftir meiningarlaus slagsmál. F'ornir lífshættir eru að ieysast upp og engir nýir eru komnir í þeirra stað og koma máske aldrei, verðandin er svo hröð, breytingarnar svo snöggar að það er ó- eðlilegt að festa rætur, sá sem berst með straumnum er hin dæmigerða hetja vorra tíma. Þrátt fyrir allt örlar innst í hugskotinu á draumi urn kjölfestu, eitthvað fast und- ir fætur, einhvern leiðarþráð frá fortíð til framtíðar. Skyldi unglingnum í brekk- unni verða auðið að mæta lífinu með sömu reisn og lárviðarbóndinn? Magnús T. Ölafsson Erlend nútímaljóð Einar Bragi og Jón Óskar völdu. Heimskringla. Til borganna kom ég á óstjórnartímum þegar hungrið ríkti þar. Til mannanna kom ég á uppreisnartímum og ég reis upp með þeim. Þannig leið mín tíð, sem mér á jörðu gefin var. Mat minn át ég milli tveggja bardaga. Til svefns lagði ég mig meðal morðingja. Orðin eru Berts Brechts í þýðingu Sigfús- ar Daðasonar, en hversu mörg eru ekki skáldin í þessu safni sem gætu sagt hið sama með fulium rétti. Lorca hniginn fyr- ir vopnum falangista, Desnos píndur til dauða í fangabúðum, Diktonius og Söder- gran með ógnir finnsku borgarastyrjald- arinnar fyrir augum, Hikmet þjáður í dýflissunni í hálfan annan áratug sam- fleytt auk skemmri fangelsisvista, bylt- ingarforinginn Maó, Neruda í felum í af- skekktustu héruðum Chile og síðar land- flótta, Majakovskí, rödd byltingarinnar, fallinn fyrir eigin hendi. Þannig mætti telja lengi enn nöfn úr hópi þeirra 43 skálda af 17 þjóðum, sem hér eiga ljóð milli sömu spjalda. Þetta er skáldakynslóð hrikalegra tíma, söguskeiðs sem gert hefur jarðarbúa að pólitískri og fcfnahagslegri heild og fært hefur þeim vald yfir áður óþekktum náttúruöflum, til allsherjar eyðingar eða útrýmingar skorts og strits eftir því sem verkast vill. Ánauðugar stéttir, kúgaðar þjóðir og kynþættir sem sætt hafa misrétti rísa upp og krefjast fullrar hlutdeildar í menningararfi og lífsgæðum. I þessari bók má nema raddir skálda vaknandi þjóða Afríku, skálds banda- rískra svertingja, skálda frá Suður-Amer- íku og Asíu. Mest ber þó á skáldum hinn- ar sundurtættu Evrópu, álfunnar sem á einum mannsaldri hefur fyrirgert drottn- unaraðstöðu sinni gagnvart þjóðum ann- arra heimshluta og hefur ekki enn fundið Birtingur 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.